Ok 16 september 2017

Þann 16.sept er ætlunin að ganga á Ok 1160 m.
Við munum leggja af stað frá Grjóthálsi kl. 08:30 og aka inn á Kaldadal þaðan sem við hefjum gönguna. Þetta munu vera uþb 70 km og um klukkustundar akstur þangað. Leiðbeinandi verð fyrir farþega í bíl er 1.500,- kr.
Okið er dyngja og var áður jökull, en hefur nú misst þá nafnbót enda lítið sem ekkert eftir af jökli. Gangan þangað er eigi að síður skemmtileg enda svæðið fallegt og útsýni gott.
Áætla má um 9 km langa göngu í heild og um 4 klst. Gönguhækkun mun verða um 400 m. Þetta er ganga við allra hæfi.
Verð í þessa ferð 3.900,- kr sem leggist inn á reikning 0111-26-531184-0849. Skráningu með nafni og gsm númeri skal senda á
thordur@fjallavinir.is

0

Posted:

Categories: Fréttir

Skjaldbreiður 9.sept 2017

Við stefnum á Skjaldbreið 1060 m þann 9.sept. Lagt af stað frá Grjóthálsi kl. 08:00 og ekið að Þingvöllum, inn á Kaldadalsveg og síðan eftir F338 að upphafsstað göngu. Þetta munu vera uþb 80 km og um klukkustundar akstur þangað, þannig að leiðbeinandi verð fyrir farþega í bíl væri 1.500,-kr.

Gangan á Skjaldbreið sem er 1060 m, mun taka um 4 klst og verður 8-9 km löng með um 450 m hækkun. Gengið verður upp eftir dyngjunni að gígnum, en þaðan er stórgott útsýni yfir Þingvallasveitina og víðar.

Verð í þessa ferð er 3.900,-kr sem leggist inn á reikning 0111-26-501696 á kt 531184-0849.
Skráningu með nafni og gsm númeri skal senda á thordur@fjallavinir.iss

0

Posted:

Categories: Fréttir