Haustverkefni Fjallavina

Sælir fjallavinir

Nú hefjum við verkefnið „Esjan haust 2019“ fimmtudaginn þann 19.september 2019.

Mæting er við Esjustofu klukkan 17:45 í spjall og smá samhristing fyrir þessa fyrstu göngu.

Við leggjum svo af stað kl. 18:00.

Við munum alltaf hittast við Esjustofu nema annað sé tekið fram!

Þetta eru samtals 19 göngur sem ættu að koma okkur í betra gönguform og stuðla að bættri heilsu. Göngurnar verða á fimmtudögum (kvöldganga), þriðjudögum (kvöldganga) og laugardögum. Kvöldgöngurnar verða uþb 2. klst langar göngur en laugardagsgöngurnar eru lengri göngur.

Súpa verður eftir fjórar fimmtudagsgöngur og gjaldið fyrir hana er 1.000,00,- kr. Munið að koma með skál og skeið fyrir ykkur! Sérstakur baukur mun verða fyrir grásleppurnar tíu! Við reiknum með öllum í súpuna fyrsta fimmtudaginn en annars eruð þið beðin um að skrá ykkur í súpuna á miðvikudegi fyrir göngu.

Mikilvægt er að búa sig vel; góða gönguskó og góða sokka, ullina innst klæða, þá flísfatnað eða annað hlýtt, síðan vatnshelda skel, vettlinga, húfu og buff. Höfuðljós alltaf nauðsynleg!

Konfektkassi í lok verkefnis fyrir þann sem fer í flestar göngur, en einnig útdráttarverðlaun fyrir þá sem komast ekki í allar göngurnar J

Sund í Lágafellslaug í Mosó, heitur og kaldur pottur og gufa eftir göngur fyrir þá sem vilja, en þar er opið til kl. 22:00. Hér greiði hver fyrir sig í sundið.

Tjáskipti munu fyrst og fremst fara fram á fésbókarsíðunni okkar „Esjan haust 2019“ svo það er mikilvægt að allir séu tengdir þar. Síðan munum við nota póstinn.

Hraði eins og hverjum hentar!

Fararstjórar fremst og aftast sem halda utan um hópinn!

Þriðjudags og fimmtudags göngurnar hefjast kl. 18:00.

Mæting eins og hverjum hentar!

Sjálfsagt er að semja um greiðslufyrirkomulag, og þeir sem óska eftir því senda línu a thordur@fjallavinir.is

Verð fyrir verkefnið er 22.000,- og skal allt greitt fyrir 10.september.

Reikningur Fjallavina: 0111-26-501696 á kt. 531184-0849

0

Posted:

Categories: Fréttir