Fjöllin okkar 2019

Heilsuefling á fjöllum hefst þann 26. janúar 2019 og stendur út maí. Við hefjum verkefnið á lægri og léttari göngum og tröppum okkur rólega upp í meiri hæð og lengd fram á sumar. Fararstjórar fremst og aftast sem halda utan um hópinn. Hraði við allra hæfi. Gengið verður alla fimmtudaga kl. 18:00 upp að Steini en fyrsta ferð þangað verður 7.febrúar og sú síðasta þann 11.apríl. Laugardagsgöngur verða samkvæmt dagsetningum hér að neðan.

Þetta er verkefni fyrir alla sem vilja njóta útiveru og heilsueflingar í góðum félagsskap.

Þeir 25 fyrstu til að skrá sig og ganga frá greiðslu fá Fjallavinabol, tvo höfuðklúta merkta Fjallavinum og að auki veglegan gjafapakka frá Lýsi. Í byrjun febrúar munum við svo draga út heppinn þátttakanda sem hneppir Scarpa Kinesis Pro Ebony gönguskó frá Fjallakofanum. Einnig drögum við út heppinn þátttakanda sem fær miða í Fontana Spa á Laugarvatni fyrir tvo. Allir fá svo páskaeggja glaðning frá Góu þegar líður að páskum og að venju drögum við út glæsileg páskaegg fyrir göngufólk. Fésbókarsíða verður fyrir hópinn þar sem tjáskipti fara fram.

Verð verkefnis er 36.000,- kr. Staðfestingargjald er 10.000,- kr sem
greiða þarf fyrir 10.janúar, en semja má um greiðslufyrirkomulag.
Greiðsla leggist inn á reikning 0111-26-501696 og kt.531184-0849.
Upplýsingar og skráning á thordur@fjallavinir.is

26. jan Tröllafoss
02. feb Þríhnúkar
16. feb Ölkelduhnúkur
23. feb Stardalshnúkar
09. mars Þrasaborgir
16. mars Hvalfellshringur
23. mars Lágafell og Mjóafell
06. apríl Búrfell Grímsnesi
20. apríl Múlafjall
27. apríl Hringleið um Botnssúlur
11. maí Ólafsskarðsvegur
18. maí Hróarstindur
25. maí Fimmvörðuháls

0

Posted:

Categories: Fréttir

Ok 16 september 2017

Þann 16.sept er ætlunin að ganga á Ok 1160 m.
Við munum leggja af stað frá Grjóthálsi kl. 08:30 og aka inn á Kaldadal þaðan sem við hefjum gönguna. Þetta munu vera uþb 70 km og um klukkustundar akstur þangað. Leiðbeinandi verð fyrir farþega í bíl er 1.500,- kr.
Okið er dyngja og var áður jökull, en hefur nú misst þá nafnbót enda lítið sem ekkert eftir af jökli. Gangan þangað er eigi að síður skemmtileg enda svæðið fallegt og útsýni gott.
Áætla má um 9 km langa göngu í heild og um 4 klst. Gönguhækkun mun verða um 400 m. Þetta er ganga við allra hæfi.
Verð í þessa ferð 3.900,- kr sem leggist inn á reikning 0111-26-531184-0849. Skráningu með nafni og gsm númeri skal senda á
thordur@fjallavinir.is

0

Posted:

Categories: Fréttir

Skjaldbreiður 9.sept 2017

Við stefnum á Skjaldbreið 1060 m þann 9.sept. Lagt af stað frá Grjóthálsi kl. 08:00 og ekið að Þingvöllum, inn á Kaldadalsveg og síðan eftir F338 að upphafsstað göngu. Þetta munu vera uþb 80 km og um klukkustundar akstur þangað, þannig að leiðbeinandi verð fyrir farþega í bíl væri 1.500,-kr.

Gangan á Skjaldbreið sem er 1060 m, mun taka um 4 klst og verður 8-9 km löng með um 450 m hækkun. Gengið verður upp eftir dyngjunni að gígnum, en þaðan er stórgott útsýni yfir Þingvallasveitina og víðar.

Verð í þessa ferð er 3.900,-kr sem leggist inn á reikning 0111-26-501696 á kt 531184-0849.
Skráningu með nafni og gsm númeri skal senda á thordur@fjallavinir.iss

0

Posted:

Categories: Fréttir

Konfektgangan mikla

Áfram heldur Esjuverkefnið og nú með þessum dýrðardegi. Þurrt og fínt þegar við gengum upp Lágesjuna að Kambshorni og niður Blikdalinn. Hressir og kátir fjallavinir nutu bæði útsýnis, hvors annars og ekki síst göngunnar sem endaði svo með konfektkassa frá Góu sem allir fengu, heitu súkkulaði og kleinum á pallinum.

0

Posted:

Categories: Fréttir

Fjöllin okkar 2017 - Skráning hafin

Sælir Fjallavinir – Skráning hafin!

Nú hefjum við verkefnið „Fjöllin okkar 2017“ þann 28.janúar 2017.

  • Hraði eins og hverjum hentar!
  • Fararstjórar fremst og aftast sem halda utan um hópinn!
  • Fimmtudags göngurnar hefjast kl. 18:00.
  • Súpa einu sinni í mánuði.
  • Mæting eins og hverjum hentar!

Kveðja, Farastjórar.

0

Posted:

Categories: Fréttir