Esjan haust 2017

Haustverkefni Fjallavina mun fara af stað í september. Ætlunin er að ganga á Esjuna
að Steini alla fimmtudaga frá 21.september og enda með súpu þegar niður er komið eða sundi og gufu.

Annanhvern þriðjudag verða aðrar leiðir farnar í Esjunni 2.-3ja klst langar. Við munum svo reyna að komast í tæri við norðurljós í kvöldgöngunum og njóta þeirra.
Tvær helgar í mánuði verða svo lengri göngur um Esjuna á fáfarnar slóðir í fjallinu, en val verður um B-leið sem eru þá styttri ferðir. Í október verður boðið upp á alvöru hnallþóru og í nóvember verður konfekt á línuna og konfektkassar dregnir út.
Þann 25.nóvember gerum við okkur glaðan dag og fögnum aðdraganda jóla og góðri
heilsu ☺
Verð fyrir verkefnið er 17.900,-

Fimmtud 21.sept. Steinn og súpa
Þriðjud 26.sept. Búhamar – Langihryggur Steinn
Fimmtud 28.sept. Steinn og súpa
Sunnud 1.okt. Þverfellshorn – Kerhólakambur-Jósefshryggur! (B-leið í boði)
Fimmtud 5.okt. Steinn, sund og gufa
Þriðjud 10.okt. Kvennsöðlar
Fimmtud 12.okt. Steinn og súpa
Laugard 14.okt. Kistufell – Gunnlaugsskarð. Hnallþóra! (B-leið í boði)!
Fimmtud 19.okt. Steinn og súpa
Þriðjud 24.okt. Tíðaskarð – Syðstaloka – Miðloka
Fimmtud 26.okt. Steinn og súpa
Fimmtud 2.nóv. Steinn og súpa
Þriðjud 7.nóv. Hringleið um svæði frá norska skóginum
Fimmtud 09.nóv. Steinn, sund og gufa
Laugard 11.nóv. Blikdalur upp Leynidal (B-leið í boði)
Fimmtud 16.nóv. Steinn, sund gufa
Fimmtud 23.nóv. Steinn og súpa
Laugard 25.nóv. Kögunarhóll – hringleið Konfektganga og veisluhöld að kveldi.

Skráning er hafin á thordur@fjallvinir.is
Fjallavinir kt.531184 -0849 Reikningur 0111-26-501696