Fjöllin okkar 2014

Verkefnið hefst 18. janúar og því lýkur 14.júní. Að þessu sinni verður áhersla lögð á Reykjanesið sem býður upp á sérlega fjölbreyttar og skemmtilegar gönguleiðir í nánasta umhverfi okkar.  Byrjað verður á lægri fjöllum og smá saman eykst erfiðleikastigið með stigvaxandi umfangi. Verkefnið er ætlað fólki í þokkalegu formi en með það markmið að auka þol og styrk. Við leggjum áherslu á heilsueflingu og mikilvægi þess að njóta útiverunnar og tvinnum einnig jóga og slökun inn í göngurnar. Farið er af stað með vikulegum göngum á fjöll. Göngudagar verða á laugardögum, sunnudögum og  miðvikudögum þegar birtuskilyrði eru meiri.

Verð á námskeiði er 47.000,- krónur staðgreitt, en einnig má skipta greiðslu.

Heilsufarsmælingar verður hægt að fá í upphafi og lok verkefnis og panta þarf tíma í þær. Um er að ræða súrefnisupptökumælingu, BMI mælingu, blóðþrýstingsmælingu og mittis- og mjaðmaummálsmælingu. Niðurstöður ásamt heilsufarsupplýsingum verða svo sendar þátttakendum. Verð á mælingum er 7.000kr.

Þátttakendum býðst að auki að taka þátt í mánudagsþreki sem stendur yfir frá 20. janúar og út mars. Þolaukandi æfingar ásamt styrktaræfingum og teygjum. Hittumst fyrir framan sundlaugarnar í Laugardal kl. 18:00 og tímanun lýkur kl. 19:00. Verð fyrir mánudagsþrek er 5500,- krónur.

18. janúar - Bæjarfell og Arnarfell

25. janúar - Fagradalsfjall og Stóri Hrútur

2. febrúar - Geitahlíð

9. febrúar - Grindarskörð og Bollarnir

16. febrúar - Keilir

23. febrúar - Sveifluháls – Stefánshöfði – Miðdegishnjúkur

1. mars - Vífilsfell – Jósefsdalur

8. mars - Miðdegishnjúkur – Arnarvatn – Seltún

15. mars - Trölladyngja – Grænadyngja – Fíflavallafjall

22. mars - Skálafell – Háleyjarbunga – Valahnjúkur – Reykjanesviti

29. mars - Húshólmi

2. apríl - Sandfell og Fjallið eina

9. apríl - Undirhlíðar

23. apríl - Búrfell og Smyrlabúð Heiðmörk

30. apríl - Rauðuhnjúkar

3. maí - Snæfellsjökull

17. maí - Selvogsgata

24. maí - Hrómundartindur

31.maí - Bláfell á Kili

7. jún - Fimmvörðuháls hvítasunnuhelgi

14. jún - Jarlhettur