Fjöllin okkar 2017

Heilsuefling á fjöllum hefst þann 28. janúar 2017 og stendur fram í júní. Við hefjum göngur á lægri og léttari göngum og tröppum okkur rólega upp í meiri hæð og lengd fram á sumar. Fararstjórar fremst og aftast sem halda utan um hópinn.

Hraði eins og hverjum hentar. Gengið verður alla fimmtudaga kl. 18.00 upp að Steini og munu þær göngur enda með súpu einn fimmtudag í mánuði. Laugardagsgöngur verða skv.lista hér að neðan. Þetta er verkefni fyrir alla sem vilja njóta útiveru og heilsueflingar á sama tíma. Fésbókarsíða fyrir hópinn þar sem tjáskipti fara fram. 

Verð verkefnis er 33.000,- kr. Staðfestingargjald 5.000,-kr og semja má um greiðslufyrirkomulag. Greiðsla leggist inn á reikning

0111-26-501696 og kt.531184-0849

Dagskrá:

28.jan Helgafell í Mosfellsbæ

4.feb Hádegisfell – Hafrahlíð – Reykjaborg  

18.feb Meðalfell í Kjós

25.feb Eyrarfjall – Sandfell

11.mars Geitafell

18.mars Hvalfellshringur

25.mars Skálafell Hellisheiði

8.apríl Laufskörð – Móskarðahnúkar

22.apríl Blikdalshringur

29.apríl Búrfell í Grímsnesi

13.maí Kálfstindar

20.maí Brekkukambur

27.maí Þríhyrningur

10.júní Baula – Mælifell/Fimmvörðuháls

Upplýsingar og skráning  á thordur@fjallavinir.is