Fjöllin okkar 2018

Heilsuefling á fjöllum hefst þann 27. janúar 2018 og stendur út maí. Við hefjum göngur á lægri og léttari göngum og tröppum okkur rólega upp í meiri hæð og lengd fram á sumar. Fararstjórar fremst og aftast sem halda utan um hópinn.  Hraði eins og hverjum hentar. Gengið verður alla fimmtudaga kl. 18.00 upp að Steini og fyrsta ferð þangað verður 8.febrúar, sú seinasta að Steini þann 12.apríl. Laugardagsgöngur verða samkvæmt dagsetningum hér að neðan.

Þetta er verkefni fyrir alla sem vilja njóta útiveru og heilsueflingar á sama tíma. Fésbókarsíða fyrir hópinn þar sem tjáskipti fara fram. 

Verð verkefnis er 35.000,- kr. Staðfestingargjald 10.000,- kr og semja má um greiðslufyrirkomulag. Greiðsla leggist inn á reikning

0111-26-501696 og kt.531184-0849

Dagskrá:

27.jan Reykjafell hringleið

3.feb Úlfarsfell hringleið                 

17.feb Ölkelduhnúkur hringleið

24.feb Þorbjörn hringleið

10.mars Akrafjall hringleið

17.mars Hvalfellshringur

24.mars Hengill hringleið

8.apríl Botnsúlur

21.apríl Elliðatindar – Elliðahamar

28.apríl Hrafnabjörg  hringur

12.maí Skjaldbreiður að sunnan

19.maí  Þyrill hringur

26.maí  Laugarvatnsfjall frá Laugarvatnshelli – SPA eftir göngu

Upplýsingar og skráning  á thordur@fjallavinir.is