Fréttir

Takið frá 10.des :)

Sæl öll
Jæja, nú langar okkur að biðja alla um að taka laugardaginn 10.desember frá því að þá er ætlunin að gera okkur enn glaðari göngudag.
Eftir göngu þennan laugardag munum við enda á pallinum á Esjugrund 48 þar sem boðið verður upp á heitt súkkulaði að bestu gerð og að sjálfsögðu rjóma með.
Um kvöldið, kl. 21, er svo ætlunin að hittast á nýja Veðurbarnum á Klapparstíg og taka stefnuna inn í kvöldið …… :)
Hlökkum til að sjá ykkur öll!
Fjallavinakveðja :)

0

Posted:

Categories: Fréttir

Gönguvikan 21 - 27 nóvember 2016

Heil og sæl öll!
Gönguvikan lítur svona út :)
Þriðjudagurinn 22.nóvember – Mæting við bílavigtina kl. 18.00. Tökum stefnuna á Lokufjall. Reiknum með u.þ.b 4-5 km og 2 klst göngu.
Fimmtudagur 24.nóvember- Steinn og súpa að vanda :)
Laugardagur 26.nóvember. Konfektgangan mikla!
Allir mæta við bílavigtina inn við Kjalarnesið kl. 09:30. Gengið upp eftir Lágesjunni um Smáþúfur og síðan niður í Blikdalinn. Þessi ganga hentar öllum og hægt að stilla að þörfum. Reiknum með 3-4 klst í þessa göngu. Takið gott nesti með ykkur. Klæðnað eftir aðstæðum og Kathoola nauðsynlegir :)
Eftir göngu ökum við svo að Esjugrund 48 í Grundarhverfinu. Þar verður boðið upp á heitt kakó og konfekt á pallinum. Allir fá svo konfektkassa frá Góu með sér heim. Síðan verða nokkrir flottir kassar dregnir út í happdrætti á pallinum á Esjugrundinni.
Veðurhorfur í dag fyrir laugardag er ljómandi góð :)
Sjáumst kát og hress að vanda.
Fjallavinakveðja frá fararstjórum

0

Posted:

Categories: Fréttir

Rauðar neglur og kósí kvöld

Heil og sæl
Það verður fjör og flipp þann 17.nóvember sem er fimmtudagur en þá verður öðruvísi fimmtudagsganga! Þema göngunnar verður „Rauðar neglur og kósí kvöld“
Markmiðið er ekki bara að styrkja okkur heilsufarslega heldur einnig að láta gott af okkur leiða og styrkja þá sem margir þurfa oft að reiða sig á og eru kallaðir út í erfiðar aðstæður hvenær sem er sólarhringsins til að koma fólki til aðstoðar á láði og legi.
Við munum því skora á fólk til að mála sem flestar neglur rauðar og láta 100 krónur fyrir hverja nögl renna til Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ.

• Við munum fara af stað stundvíslega kl. 18:00, en ykkur er velkomið að bjóða með ykkur maka eða vini/vinum í þessa göngu. Muna bara að láta vita fjölda þeirra sem munu mæta í göngu og súpu
• Það verður kósí kvöld :)
• Allir eru beðnir um að koma með kerti í krús til að kveikja á meðan við gæðum okkur á súpunni
• Það verður boðið upp á konfekt eða jafnvel smákökur
• Við fáum gest frá Landsbjörgu
• Við fáum líka gest frá Björgunarsveitinni Kyndli sem mun fjalla aðeins um ferðir að vetrarlagi
• Rautt naglalakk fyrir rauðar neglur á þeim sem vilja taka þátt í gjörningi þar sem 100 krónur fyrir hverja nögl renna til Björgunarsveitarinnar Kyndils :)
• Skipað verður í grásleppunefndina
Að þessu loknu er svo auðvitað kjörið að skella sér í sund og heitan pott í Mosó

Sjáumst kát og hress að vanda
Fjallavinakveðja :)

0

Posted:

Categories: Fréttir

Esjan haust 2016.

Heil og sæl

Næsta heilsueflingarverkefni Fjallavina gengur út á að koma sér í gott gönguform og halda því!

Til að hækka heilsustig sitt er fyrst og fremst mikilvægt að stíga fyrsta skrefið í þá átt og ekki gefast upp. Góðir hlutir gerast hægt og eru varanlegir. Góð heilsa er ekki sjálfgefin og því mikilvægt að gera hvað við getum til að viðhalda henni og helst bæta hana. Með hækkandi aldri á sér stað lífeðlisfræðileg hrörnun í líkama sem við getum sannarlega haft áhrif á með hreyfingu og heilsusamlegum lífsstíl. Og útiveran er eins og þið vitið af hinu góða, hressir og kætir, að ógleymdum félagslega þættinum sem setur oft punktinn yfir i-ið.

Mæting eins og hverjum hentar!

Hraði eins og hverjum  hentar!

Fararstjórar fremst og aftast sem halda utan um hópinn!

Þeir sem ætla að vera með, endilega skrá sig í lokaðan Fésbókarhóp sem heitir Fjallavinir Esjan haust 2016.

Þeir sem ætla að skella sér í þetta verkefni, greiða 15.000,00 – krónur inn á reikning Fjallavina: 0111-26-501696 á kt.531184-0849 sem er þá staðfesting á þátttöku í verkefninu. Sendið einnig póst á thordur@fjallavinir.is 

Súpa og brauð á fimmtudögum kostar 5 grásleppur og er fyrir þá sem vilja ;)

Það væri gaman að sjá bæði nýja og gamla Fjallavini :)

Göngurnar hefjast kl. 18:00 í miðri viku. Sjá dagskrá hér.

Kv.Þórður og Fríða

 

0

Posted:

Categories: Fréttir

Esjan haust 2016

Haustverkefni Fjallavina mun fara af stað í september. Ætlunin er að ganga á Esjuna að Steini alla fimmtudaga frá 20.september og enda með súpu þegar niður er komið, sundi og gufu. Annanhvern þriðjudag verða aðrar leiðir farnar í Esjunni 2.-3ja klst langar. Við munum svo reyna að komast í tæri við norðurljós í kvöldgöngunum og njóta þeirra.Tvær helgar í mánuði verða svo lengri göngur um Esjuna á fáfarnar slóðir í fjallinu. Í október verður boðið upp á alvöru hnallþóru og í nóvember verður konfekt á línuna og konfektkassar dregnir út. Þann 10.des gerum við okkur glaðan dag og fögnum aðdraganda jóla og góðri heilsu :) Verð fyrir verkefnið er 15.000,- en nánari upplýsingar verða birtar hér á heimasíðu Fjallavina www.fjallavinir.is og á fésbókinni Fjallavinir.is

Fimmtud 22.sept. Steinn og súpa
Þriðjud 27.sept. Búhamar – Langihryggur Steinn
Fimmtud 29.sept. Steinn og súpa
Sunnud 2.okt. Dýjadalshnúkur
Fimmtud 6.okt. Steinn og súpa
Þriðjud 11.okt. Kerhólakambur
Fimmtud 13.okt. Steinn og súpa
Laugard 15.okt. Kistufell – Gunnlaugsskarð. Hnallþóra!
Fimmtud 20.okt. Steinn og súpa
Þriðjud 25.okt. Esjuberg – Langihryggur
Fimmtud 27.okt. Steinn og súpa
Fimmtud 3.nóv. Steinn og súpa
Þriðjud 8.nóv. Gunnlaugsskarð
Fimmtud 10.nóv. Steinn og súpa
Laugard 12.nóv. Laufskörð
Fimmtud 17.nóv. Steinn og súpa
Þriðjud 22.nóv. Fálkahöfði – Langihryggur
Fimmtud 24.nóv. Steinn og súpa
Laugard 26.nóv. Smáesjan – Blikdalur. Konfektganga!
Fimmtud 1.des. Steinn og súpa
Þriðjud 6.des. Kögunarhóll – Rauðhóll
Fimmtud 8.des. Steinn og súpa
Laugard 10. des. Kerhólakambur – Smáesjan

0

Posted:

Categories: Fréttir

Ganga um Sveinsgil inn að Grænahrygg 27 eða 28 ágúst.

Heil og sæl Fjallavinir

Þann 27.ágúst er ætlunin að ganga eina af fallegustu gönguleiðum landsins, en þá munum við stefna að göngu um Sveinsgil inn að Grænahrygg.

Ætlunin er að fara með takmarkaðan fjölda inn á þetta magnaða svæði og því er mikilvægt að þeir sem ætla að tryggja sér pláss í þessa göngu láti vita sem fyrst. Gangan mun verða laugardaginn þann 27.ágúst, jafnvel sunnudaginn 28.ágúst. Lagt verður af stað eldsnemma á laugardagsmorgni og gengið milli gilja inn að Grænahrygg. Það má því reikna með löngum degi og heimkomu eftir miðnætti.

Reikna má með um 16 km göngu sem tæki  u.þ.b. 8-9 klst. Gangan er nokkuð þægileg um stórkostlegt landslag og fjölbreytt, en við munum hefja gönguna í tæplega 600 m hæð og rokka upp og niður um 200 m mestan tíma.

Við munum hittast  við Grjóthálsinn kl. 6:30 og leggja af stað stuttu síðar. Þetta munu vera um 200 km að upphafsstað göngu og taka ca 3 klukkustundir í akstri. Leiðbeinandi verð væri þá 6.000 kr m.v þrjá farþega í bíl.

Þeir sem ætla að skella sér í þessa göngu, greiða 7.500,-krónur inn á reikning Fjallavina:

0111-26-501696 á kt. 531184-0849 sem er þá staðfesting á þátttöku í göngunni. Sendið einnig póst á thordur@fjallavinir.is ásamt gsm númeri sínu.

Hlökkum til að sjá ykkur
Fjallavinir

0

Posted:

Categories: Fréttir

Þríhyrningur - Laugardaginn 4. júní 2016.

Kæru Fjallavinir –- laugardagurinn 04.júní 2016

Við ætlum að skella okkur á Þríhyrning! Svo nú er kjörið tækifæri fyrir gamla sem nýja Fjallavini að hittast í góðri göngu á sólríkum degi næsta laugardag.

Þríhyrningur er 675 m hár og byrjunarhæð okkar verður í ca 260 m. Hér eru um að ræða fallega leið og auðgengna með dágóðu útsýni yfir allt suðurlandsundirlendið.

Gönguvegalengd um 8-9 km og stefnt er að því að ganga hringleið og því má reikna með 4-5 klst í heildina. Komum svo við í sundlauginni í Hveragerði á heimleiðinni, svo það er um að gera að hafa sundfötin með.

Við munum hittast kl. 8:00 við Grjótháls (framan við Össur) og sameinast þar í bíla og aka af stað um sjö mínútum síðar. Ekið er til Hvolsvallar og þaðan inn í Fljótshlíð.

Þegar komið er að afleggjara að Tumastöðum til vinstri er farið inn á hann og síðan ekið fram hjá bæjunum Tungu og Vatnsdal yfir hálsinn að Fiská.

Þetta munu vera um 110 km (önnur leiðin) frá Grjóthálsi og taka okkur rúman klst í akstri, svo við reiknum með 220 km heildarakstri. Leiðbeinandi gjald fyrir farþega í bíl er því 1.800kr.

Klæðnaður: Ef þessi dásamlega veðurspá gengur eftir þá er það léttur klæðnaður og bara eðlilegur aukabúnaður í bakpokanum eins og vanalega!

Nestið í þessa ferð er bara hollt og gott, en hafið nóg að drekka með!
Ef þú hefur áhuga á að skella þér með þá er bara að leggja inn á reikning Fjallavina:
0111-26-501696 og kt 531184-0849 og gjaldið er 3.000,- krónur

Hlökkum til að sjá ykkur kát og hress í sumarskapi ;)

Þórður 898-7350, Fríða 898-7895 og fararstjórarnir

0

Posted:

Categories: Fréttir

Vorfagnaður í Hvalfirði - laugardagin 21.maí

Kæru Fjallavinir – Vorfagnaður í Hvalfirði – laugardagin 21.maí
Þá er komið að því að fagna vorinu sem við vonumst nú til að sé komið til að vera með sumri í framhaldi!
Nú er kjörið tækifæri fyrir gamla sem nýja Fjallavini að hittast í góðri göngu á góðum degi svo þeir sem ætla að skella sér geta lagt inn á reikning Fjallavina:
0111-26-501696 og kt 5311840849 en gjaldið er 2.000,- krónur
Við ætlum að ganga á Meðalfell í Kjós. Meðalfellið er 363 m hátt og byrjunarhæð okkar verður í ca 80 m. Hér eru um að ræða fallega leið og auðgengna með dágóðu útsýni yfir Kjósina.
Gönguvegalengd um 10 km og stefnt er að því að ganga hringleið og því má reikna með 4-5 klst í heildina. Komum við í Kaffi Kjós og njótum vonandi vorblíðunnar!
Við munum hittast kl. 8:30 við Grjótháls 7 (framan við Össur) og sameinast þar í bíla og aka af stað um sjö mínútum síðar. Við munum aka Vesturlandsveginn og inn í Kjós.
Þetta munu vera um 45 km (önnur leiðin) frá Grjóthálsi og taka okkur rúman hálftíma í akstri, svo við reiknum með 90 km heildarakstri. Leiðbeinandi gjald fyrir farþega í bíl er því 800 kr.
Klæðnaður: Þó svo að farið sé að vora skal alltaf búa sig vel fyrir gönguferðir og hafið alltaf aukabúnað í bakpokanum! Ullin innst klæða, flíspeysa eða annað álíka og svo að auki vatns- og vindheldan klæðnað, húfu, buff, vettlinga og vatnshelda vettlinga. Kathoola-broddar ættu nú að fara að komast í sumarfrí en mættu svo sem hanga með okkur!
Nestið í þessa ferð er bara létt, en hafið nóg að drekka með ykkur en við munum koma við í Kaffi Kjós á leið okkar!
Hlökkum til að sjá ykkur kát og hress wink emoticon
Þórður 898-7350, Fríða 898-7895 og fararstjórarnir

0

Posted:

Categories: Fréttir