Skjaldbreiður 9.sept 2017

Við stefnum á Skjaldbreið 1060 m þann 9.sept. Lagt af stað frá Grjóthálsi kl. 08:00 og ekið að Þingvöllum, inn á Kaldadalsveg og síðan eftir F338 að upphafsstað göngu. Þetta munu vera uþb 80 km og um klukkustundar akstur þangað, þannig að leiðbeinandi verð fyrir farþega í bíl væri 1.500,-kr.

Gangan á Skjaldbreið sem er 1060 m, mun taka um 4 klst og verður 8-9 km löng með um 450 m hækkun. Gengið verður upp eftir dyngjunni að gígnum, en þaðan er stórgott útsýni yfir Þingvallasveitina og víðar.

Verð í þessa ferð er 3.900,-kr sem leggist inn á reikning 0111-26-501696 á kt 531184-0849.
Skráningu með nafni og gsm númeri skal senda á thordur@fjallavinir.iss

Færðu inn athugasemd