Síldarmannagötur – Kvöldganga 5.júní
Kvöldganga (Fimmtudagur ) – hressing í lok göngu!
Við munum aka inn í Botnsdal og hefja gönguna þaðan. Leiðin er auðveld en hækkun er strax í byrjun göngunnar. Á leiðinni þarf að stika yfir nokkrar sprænur og læki sem mun alls ekki verða farartálmi en mikilvægt að vatnsverja skóna sína vel! Eins er nokkurt mýrlendi þarna á stöku stað! Þarna er afar fallegt útsýni yfir Hvalfjörðinn sem við höfum reyndar séð yfir frá ýmsum öðrum sjónarhornum en einnig gríðarlega fallegt að koma niður í Skorradalinn!
Við munum svo fagna göngulokum með ykkur, skála fyrir göngu dagsins og bjóða léttan drykk.
Hæð: 490 m
Gönguvegalengd: 14 km
Göngutími: 6 klst
Gönguhækkun: 450 m
Brottför: 17:00 frá bílastæðinu undir Helgafelli við Þingvallaveg
Erfiðleikastig: 2
Verð: 15.900,-kr með rútu
Staðfestingargjald: 6.900,-kr
Ferð fullgreidd fyrir: 1.maí 2025
kt: 531184-0849
0111-26-501696
Skilmálar vegna greiðslu fyrir göngur má hér.
Verð: 15.900,-kr með rútu
Staðfestingargjald: 6.900,-kr
Ferð fullgreidd fyrir: 1.maí 2025
kt: 531184-0849
0111-26-501696
Skilmálar vegna greiðslu fyrir göngur má hér.