Loading Göngur

« Allar Göngur

Fjöllin okkar 31.janúar 2026

janúar 31, 2026 - júní 30, 2026
Gjaldfrjálst

Heil og sæl kæru fjallavinir

Nýtt gönguár okkar Fjallavina hefst þann 31.janúar 2026, og eins og alltaf  þá hefjum við gönguárið á styttri og léttari göngum meðan skammdegið liggur enn yfir okkur, en með hækkandi sól göngum við bæði lengra og hærra!

Við verðum með fullt af æfingagöngum til frekari styrkingar!

Regluleg hreyfing og þá sérstaklega utandyra í okkar fallegu og einstöku náttúru er með betri heilsueflingu sem hægt er að hugsa sér því þar nærum við bæði líkama og sál. Við aukum þol og styrk í skemmtilegum og hvetjandi félagskap! Njótum þess að vera saman og takast á við allskonar verkefni og áskoranir sem náttúruöflin bjóða upp á. Það er lítil heilsuefling fólgin í því að sitja inni og bíða eftir góðu veðri, nýtum hvert tækifæri sem gefst og förum út og klæðum okkur samkvæmt því sem þetta dásamlega land okkar hefur upp á að bjóða. Fjölbreyttar gönguleiðir sem gaman er að upplifa. Verkefnið er stútfullt af spennandi göngum  þar sem við göngum heilsuna upp til að geta tekist á við lengri og meira krefjandi göngur.

Þetta árið stefnum við á eftirfarandi göngur:

31.janúar          laugardagur    Tröllafoss

5.feb                    fimmtudagur  Mosfell

7.feb                    laugardagur    Grímannsfell frá Bringum.

12.feb                  fimmtudagur  Úlfarsfell

14.feb                  laugardagur    Ölkelduhnjúkur

19.feb                  fimmtudagur  Úlfarsfell

21.feb                  laugardagur    Búrfell í Grímsnesi

28.feb                  fimmtudagur  Helgafell Hafnarfirði

7.mars                laugardagur    Þrasaborgir

12.mars             fimmtudagur  Úlfarsfell

14.mars             laugardagur    Álútur

21.mars             fimmtudagur  Esja að Steini

28.mars             laugardagur    Óvissuferð

11.apríl               laugardagur    Brekkukambur

18.apríl               laugardagur    Reyðarbarmur

2.maí                   laugardagur    Ólafsskarðsvegur

9.maí                   laugardagur    Mælifell – Baula til vara

16.maí                 laugardagur    Vestmannaeyjar – helstu tindar. Dagsferð*

30.maí                 laugardagur    Lómagnúpur*

27.júní                laugardagur    Vörðuskeggi

4.júlí                     laugardagur    Fimmvörðuháls*

5.ágúst               miðvikudagur Herðubreið*

Vegna dagsferða til Vestmannaeyja, yfir Fimmvörðuháls og á Lómagnúp mun bætast við auka kostnaður vegna rútu eða ferju og vegna göngu á Herðubreið má reikna með ferða- og gistikostnaði fyrir norðan.

Allir sem skrá sig og ganga frá greiðslu fá höfuðklút merktan Fjallavinum.

Að auki fá allir páskaeggjaglaðning frá Góu þegar líður að páskum og að venju drögum við út glæsileg páskaegg fyrir heppna þátttakendur. Fésbókarsíða verður fyrir hópinn þar sem tjáskipti fara fram.

Ef þú ætlar að vera með okkur og okkar góðu fjallavinum þá er um að gera að skrá sig sem fyrst!

Verð verkefnis er 79.000,-kr. Staðfestingargjald er 39.000,-kr.
Ganga þarf frá greiðslu sem allra fyrst eftir skráningu eða eigi síðar en 10.janúar.
Semja má um greiðslufyrirkomulag. 
Greiðsla leggist inn á reikning 0111-26-501696 á kt 531184-0849

Skilmálar vegna greiðslu fyrir göngur má hér.

Verið velkomin með okkur Fjallavinum 😊
Kveðja Þórður og Fríða

 

 

                                           

 

 

Lýsing

Start:
janúar 31, 2026
End:
júní 30, 2026
Kostnaður:
Gjaldfrjálst
Göngu flokkur:
, ,

Fjöllin okkar 2026

Verð verkefnis er 79.000,-kr. Staðfestingargjald er 39.000,-kr.
Ganga þarf frá greiðslu sem allra fyrst eftir skráningu eða eigi síðar en 10.janúar.
Semja má um greiðslufyrirkomulag. 
Greiðsla leggist inn á reikning 0111-26-501696 á kt 531184-0849

Skilmálar vegna greiðslu fyrir göngur má hér.

20 Going
18 Laus sæti
Skráðu þig hér