- This event has passed.
Álftavatn, Torfajökull, Jökulgil, Hattur og Landmannalaugar Nýtt og spennandi

Álftavatn, Torfajökull, Jökulgil, Hattver og Landmannalaugar
júlí 27 Nýtt og spennandi
Þetta er óneitanlega ein fallegasta gönguleið landsins, í mögnuðu og ógleymanlegu landslagi.
Brottför frá Grjóthálsi með rútu að Álftavatni. Gengið verður frá þaðan og yfir Torfajökul og niður í Jökulgil þar sem Jökulkvíslin verður vaðin. Síðan upp með Hatti eða Uppgönguhrygg og þaðan um Brandsgil eða Skall niður í Landmannalaugar. Gangan er um 25-27 km og um 10-12 klst, allt eftir aðstæðum og því hversu lengi við njótum! Gangan hefst í um 540 m hæð og hækkum við okkur upp í um 970 m hæð. Gangan er krefjandi um stórkostlegt og einstaklega litríkt og fjölbreytt landslag sem jafnframt er ógleymanlegt.
Við áskiljum okkur rétt til að breyta dagsetningu vegna veðurs og aðstæðna.
Hæð: 970 m
Gönguvegalengd: 25-27 km
Göngutími: 10-12 klst
Uppsöfnuð hækkun um 1400 m
Mesta hæð 970
Gönguhækkun: frá 600 m upp í tæplega 970 m hæð
Bröttför: Frá Grjóthálsi með rútu
Erfiðleikastig: 3
Þetta er óneitanlega ein fallegasta gönguleið landsins, í mögnuðu og ógleymanlegu landslagi.
Verð: 37.000,- kr með rútu
Staðfestingargjald: 15.000,-kr
Ferð fullgreidd fyrir: 17. júní 2024
kt: 531184-0849
0111-26-501696
Skilmálar vegna greiðslu fyrir göngur má hér










