Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Birnudalstindur 1326 m

maí 29, 2021

Frítt

Birnudalstindur er 1326 m hár, glæsilegur tindur í Kálfafellsfjöllum í Suðursveit, leiðin um þessa fjallasali er sannarlega stórkostleg og gleymist seint. Tindurinn er sunnan við jökuljaðarinn og austan Kálfafellsdals. Gönguleiðin er í stórbrotnu landslagi og útsýnið er hreint út sagt magnað í allar áttir meðal annars til Öræfajökuls, Þverártindseggja og víðar.

Gangan sjálf er frekar krefjandi, eða um 18 km og  gæti tekið okkur 8-10 klst. sem eðlilega fer eftir aðstæðum og pásum og hversu langt við náum að aka inn eftir Staðardalnum.

Hæð: 1326 m

Gönguvegalengd: 18 km

Göngutími: 8-10 klst

Gönguhækkun: 1800 m

Brottför: milli 7-9

Gisting: Í Suðursveit

Breytingar vegna aðstæðna og veðurs: Við munum fyrst og fremst horfa til veðurs og aðstæðna á svæðinu og þess vegna áskiljum við okkur rétt til að gera breytingar og hnika ferðinni í samræmi við það til að göngufólk fái sem mest út úr göngunni. Sunnudagur er því alltaf varadagur og mikilvægt að göngufólk geri ráðstafanir vegna þess. 

 

Erfiðleikastig: 4-5 skór

Verð: 21.000,- kr

Staðfestingargjald: 9.000,- kr

Ferð fullgreidd fyrir: 8.maí 2021

kt. 531184-0849
0111-26-501696

Details

Date:
maí 29, 2021
Cost:
Frítt
Event Category:
Event Tags: