
Eyjafjallajökul, laugardaginn þann 21.mars 2026
Við munum hittast við Grjóthálsinn kl. 05:00, sameinast í bíla og aka þaðan eins fljótt og hægt er eftir Suðurlandsveginum, þjóðvegi 1, austur fyrir fjall að Seljavöllum undir Eyjafjöllum.
Frá Grjóthálslinum munu þetta vera uþb 140km austur
Búast má við spennandi göngu á Eyjafjallajökul, eftir fallegri leið upp frá Seljavöllum en þarna er undurfalleg náttúra og býður upp á gott útsýni í allar áttir þegar vel viðrar. Gangan gæti orðið um 13-14 km löng og um 8-10 klst en fer eðlilega eftir aðstæðum.
Klæðnaður: Mikilvægt að búa sig vel, í ullina innst klæða, þá flíspeysu og svo vatns- og vindheldan klæðnað yst, og eins og vanalega á þessum árstíma hafa meðferðis húfu, vettlinga og skíðagleraugu/sólgleraugu. Þá er mikilvægt að vera með aukafatnað í bakpokanum, sérstaklega eitthvað hlýtt til að bregða yfir sig í pásum og matartímum, auka húfu og vettlinga. Kahtoola broddarnar eru nauðsynlegir með.
Í þessa ferð þarf alvöru jöklabúnað, s.s brodda, ísöxi og belti með karabínu!
Nesti: Hafið meðferðis gott, matarmikið og kolvetnaríkt nesti t.d. 2 samlokur, sviðasultu (þær geymast vel og fara ekki illa í bakpokanum), eða flatkökur með hangikjöti, nasl (t.d rúsínum, hunangsristuðum hnetum, súkkulað, kex eða því um líku) og mikilvægt að hafa nóg að drekka eða a.m.k. 1,5-2 ltr og eitthvað heitt á brúsa að auki. Orkudrykkir koma sér vel á langri göngu því við töpum miklum vökva og steinefnum með svita og hitafrástreymi, og þá er gott að grípa í þess háttar drykki ef þess er þörf. Þúgursykurtöflur geta komið sér vel sem neyðarinngrip en þær frásogast fljótt og vel. Fást í öllum apótekum.
Við áskiljum okkur rétt til breytinga á göngum vegna veðurs og aðstæðna.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Verð í verkefnið er 19.000,-
Greiðslu skal leggja inn á reikning Fjallavina,
0111-26-501696 og kt. 531184-0849,
Skilmálar vegna greiðslu fyrir göngur má hér.