Fjöllin okkar 2024
Heilsuefling á fjöllum hefst þann 27.janúar 2024 og stendur til 22. júní. Þetta er verkefni fyrir þá sem vilja njóta útiveru og heilsueflingar í góðum félagsskap. Mikið innihald og stútfullt af góðum göngum!
Munum að heilsubankinn vill sitt.
Við hefjum verkefnið á lægri og léttari göngum og tröppum okkur upp í meiri hæð og lengd fram á sumar. Fararstjórar fremst og aftast sem halda utan um hópinn.
Gengið verður á hin ýmsu fjöll. Einnig verða æfingagöngur alla fimmtudaga frá 1.feb- til 21.mars upp að Steini sem hefjast kl 17:30.
Fellin tökum við svo í mars á þriðjudögum. Laugardagsgöngur verða samkvæmt dagsetningum hér að neðan.
Allir sem skrá sig og ganga frá greiðslu fá höfuðklút merktan Fjallavinum og að auki veglegan gjafapakka frá Lýsi.
Í byrjun febrúar munum við svo draga út heppinn þátttakanda sem hneppir góða gönguskó. Allir fá svo páskaeggjaglaðning frá Góu þegar líður að páskum og að venju drögum við út glæsileg páskaegg fyrir þátttakendudr. Fésbókarsíða verður fyrir hópinn þar sem tjáskipti fara fram.
Verð verkefnis er 73.000,-kr. Staðfestingargjald er 33.000,-kr.
Ganga þarf frá greiðslu sem allra fyrst eftir skráningu eða eigi síðar en 7.janúar.
Semja má um greiðslufyrirkomulag.
Greiðsla leggist inn á reikning 0111-26-501696 á kt 531184-0849
27.jan laugardagur Mosfell Mosfellsbæ
1.feb fimmtudagur Esja að Steini
8.feb fimmtudagur Esja að Steini
10.feb laugardagur Meðalfell í Kjós
15.feb fimmtudagur Esja að Steini
17.feb laugardagur Þyrill
22.feb fimmtudagur Esja að Steini
24.feb laugardagur Þorbjörn Grindavík eða Búrfell Grímsnesi
29.feb fimmtudagur Esja að Steini
4.mars mánudagur Helgafell í Hafnarfirði
5.mars þriðjudagur Reykjafell
7.mars fimmtudagur Esja að Steini
9.mars laugardagur Stóra Kóngsfell og Drottning
11.mars mánudagur Helgafell Hafnarfirði
12.mars þriðjudagur Þverfell
14.mars fimmtudagur Esja að Steini
16.mars laugardagur Dýjadalshnjúkur
18.mars mánudagur Helgafell í Hafnarfirði
19.mars þriðjudagur Grímannsfell
21.mars fimmtudagur Esja að Steini
25.mars mánudagur Helgafell í Hafnarfirði
26.mars þriðjudagur Búrfell og Búrfellsgjá
30.mars laugardagur Kjölur frá Fossá
13.apríl laugardagur Hengill langur
20.apríl laugardagur Hrafnabjörg
4.maí laugardagur Sauðadalahnjúkar
11.maí laugardagur Geirhnjúkur
18.maí laugardagur Fanntófell
1.júní laugardagur Skjaldbreiður
22.júní laugardagur Þórisjökull eða Ok, frjálst val
Skráning á www.fjallavinir.is
Nokkrar myndir úr ferðum okkar í ár 2023;