Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Herðubreið

ágúst 27, 2022

Frítt

Herðubreið – drottningin sjálf!  

Herðubreið er 1682 m hátt móbergsfjall í Ódáðahrauni, norðan Vatnajökuls og innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Hún er gjarnan nefnd “Drottning íslenskra fjalla” þar sem hún þykir einstaklega formfalleg. Að auki var Herðubreið valin þjóðarfjall Íslendinga í kosningu árið 2002. Lengi vel var hún talin ókleif, en árið 1908 var fyrst gengið á hana.

Uppgöngutími er áætlaður um 4,5 klst með góðum stoppum, en gangan sjálf fram og til baka er aðeins rúmir 6 km frá fjallsrótum að toppi. Hækkun er snörp, úr tæpum 700 m upp í tæpa 1700 m. Að göngu lokinni munum við svo fagna og skála í léttum drykk fyrir göngu dagsins.

Aðeins er jeppafært inn að upphafsstað göngunnar! 

Hæð: 1682
Gönguvegalengd: 6,2 km
Göngutími: 6-7 klst
Gönguhækkun: 1016 m
Brottför: 
Fararstjórar Fjallavina fara úr bænum á föstudagsmorgni og munum við keyra Mývatnsöræfin inn að Herðubreiðarlindum þar sem fararstjórar munu gista. Þar er hægt að panta í skála.

Við munum hittast á tjaldsvæðinu við skálann klukka 9:00 og hefja gönguna stuttu síðar. Það gæti þó breyst, en nánari póstur mun koma þegar nær dregur.

27.ágúst (28.ágúst til vara)

Erfiðleikastig: 3  (hér viljum við tákn t.d. skó )

Verð: 21.000,00,-kr
Staðfestingargjald: 9.000,- kr
Ferð fullgreidd fyrir: 10.ágúst 2022

kt: 531184-0849
0111-26-501696

Skilmálar vegna greiðslu fyrir göngur má finna  hér

Details

Date:
ágúst 27, 2022
Cost:
Frítt
Event Category:
Event Tags:
,

Skipuleggjandi

Þórður Ingi Marelsson
Símanúmer:
8987350
Netfang:
thordur@fjallavinir.is