Þetta er létt ganga um fáfarið svæði og hentar flestu göngufólki sem vill njóta útiveru í fallegri náttúru og fá góða hreyfingu í góðum félagsskap á björtu sumarkvöldi. Gönguhækkun mun verða róleg inn í ótrúlega falleg gil og gljúfur, stöldrum við við Kattartjarnir og höldum síðan áfram inn að heitu böðuðum í Reykjadalnum svo þeir sem vilja taka með sundföt og létt handklæði. Eins er mikilvægt að hafa meðferðis vaðskó.
Allir göngumenn munu fá Fjallavina höfuðklút og að göngu lokinni munum við svo fagna og bjóða upp á léttan drykk
Hæð: 395 m
Gönguvegalengd: 16 km
Göngutími: 6 klst
Gönguhækkun: 280 m
Brottför: Kl 17:00 frá Grjóthálsi með rútu
Rúta: Innifalið í verði
Böð: Í Reykjadal geta þeir sem vilja skellt sér í heitu böðin, svo sundföt og handklæði með í för
Breytingar vegna aðstæðna og veðurs: Við munum fyrst og fremst horfa til veðurs og aðstæðna á svæðinu. Þess vegna áskiljum við okkur rétt til að gera breytingar og hnika ferðinni í samræmi við það til að göngufólk fái sem mest út úr göngunni. Sunnudagur er því alltaf varadagur og mikilvægt að göngufólk geri ráðstafanir vegna þess.
Erfiðleikastig: 1
Verð: 13.000,- kr
Staðfestingargjald: 5.000,- kr
Ferð fullgreidd fyrir: 1.júní 2023
531184-0849
0111-26-501696