Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Laugavegurinn með meiru – 5 daga ferð með rútu og trússi!

júlí 15, 2021 - júlí 19, 2021

Free
Laugavegurinn

Hér er á ferðinni spennandi ganga með miklu innihaldi. Rúta mun aka okkur inn í Landmannalaugar og þar verður gengið um þetta fallega svæði, á Bláhnúk og að Brennisteinsöldu eftir aðstæðum. Gist verður í Laugum.

Næsta dag hefst svo hin eiginlega Laugavegsganga, ein allra fallegasta gönguleið í landsins😊 Við munum ganga í góðum takti frá Laugum í Hvanngil, en það er nokkuð löng dagleið en vel gerleg fyrir fólk í góðu gönguformi. Gist í Hvanngili. 

Vöknum í rólegheitum og síðan munum við skottast upp á Hvanngilshnausa. Skundum svo seinnipartinn inn í Emstrur. Gist í Emstrum.

Þaðan verður síðan gengið inn í Bása. Vaða þarf Þröngá áður en komið er inn í Þórsmörk. Síðan krossum við Krossá og komum okkur fyrir í skála í Básum, grillum og gerum okkur glatt kvöld.

Á síðasta degi förum við einhverja fallegustu leið í Básum en það er upp á Útigönguhöfða og síðan eftir Réttarfellinu, og komum niður hjá Álfakirkjunni fallegu. Þaðan höldum við með rútu heim á leið með viðkomu í Merkurkeri þar sem við munum upplifa þetta skemmtilega svæði og vaða í gegnum hellinn 😊 

 

Listi vegna útbúnaðar verður sendur þátttakendum, ásamt tillögu að matseðli!

 

Heildargönguvegalengd: 70 km

Göngutími: Misjafn eftir dögum

Gönguhækkun og lækkun: 5-600 m en misjafn eftir dagleiðum

Brottför:  Með rútu frá Grjóthálsi

 

Erfiðleikastig: 2-3

Verð: 87.000,-kr

Staðfestingargjald: 30.000,-kr

Ferð fullgreidd fyrir: 24.júní 2021

kt. 531184-0849
0111-26-501696

 

Details

Start:
júlí 15, 2021
End:
júlí 19, 2021
Cost:
Free
Event Category:
Event Tags:
, ,

Skipuleggjandi

Þórður Ingi Marelsson
Phone
8987350
Email
thordur@fjallavinir.is