Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Laugavegurinn með meiru – 5 daga ferð með rútu og trússi!

júlí 7, 2022 - júlí 11, 2022

Frítt

Hér er á ferðinni einstaklega spennandi ganga með miklu innihaldi. Rúta mun aka okkur inn í Landmannalaugar og þar verður gengið um þetta fallega svæði, á Bláhnúk og að Brennisteinsöldu eftir aðstæðum. Gist verður í Laugum.

Næsta dag hefst svo hin eiginlega Laugavegsganga, ein allra fallegasta gönguleið í landsins😊 Við munum ganga í góðum takti frá Laugum að Álftavatni, nokkuð löng dagleið en vel gerleg fyrir fólk í góðu gönguformi. Gist við Álftavatn.

Vöknum í rólegheitum og síðan gegnið af stað í Esmstur. Góð dagleið.  Hugsanlega gengið á Hvanngilshnausa á leið okkar um Hvanngil, en það ræðst að aðstæðum. Gist í Emstrum.

Frá Emstrum verður síðan gengið inn í Bása. Nokkuð löng dagleið en frekar létt. Vaða þarf Þröngá áður en komið er inn í Þórsmörk. Síðan krossum við Krossá og komum okkur fyrir í skála í Básum, grillum og gerum okkur glatt kvöld.

Á síðasta degi munum við haga seglum eftir vindi. Taka létta göngu í Básum og/eða ganga inn í Stakkholtsgjá og stoppa síðan við Merkurker þar sem við munum upplifa þetta skemmtilega svæði og vaða í gegnum hellinn. 😊  Síðan haldið heim.

Listi vegna útbúnaðar og nánari upplýsinga verður sendur þátttakendum, ásamt tillögu að matseðli þegar nær dregur 😉

 

Heildargönguvegalengd: 60-70 km

Göngutími: Misjafn eftir dögum, 6-8 klst

Gönguhækkun og lækkun: Misjöfn eftir dögum,  5-600 m mest

Brottför:  Með rútu frá Grjóthálsi

 

Erfiðleikastig: 2-3

Verð: 98.000,00-kr

Staðfestingargjald: 38.000,-kr

Sjá skilmála hér

Hér má lesa nokkur ummæli frá ferð sumarið 2021:

Gulli BriemLaugavegsganga
Einlægar þakkir fyrir hreint stórkostlega daga á fjöllum. Magnaður hópur af góðu, hressu og áhugaverðu fólki sem dansar tryllta dansa út í sumarnóttinni.
Alúðlegt viðmót, vinskapur, umhyggja og skipulagning Þórðar, Bjarna, Arnars og Fríðu til fyrirmyndar.
Með auðmýkt í hjarta .

 

Þessi snilldar ferð verður ein af þeim bestu í minningarbankanum, þá sérstaklega fyrir frábæra ferðafélaga (og hjásvæfur) sem hugsast getur frábært veður, landslag skipulag og skemmtilegheit. Kæru fararstjórar, forstjóri og frúin hans takk kærlega fyrir allt Sjáumst vonandi sem fyrst. 

Vonda stjúpan

 

Sennilega skemmtilegasta fjallganga sem ég hef farið í. Laugavegurinn genginn með Fjallavinum með viðbótargöngum í Landmannalaugum og Þórsmörk.
Besta veður allan tímann.
Frábærir göngufélagar og mjög góð fararstjórn.

 

Við Sólveig þökkum kærlega fyrir okkur. Þessi ferð var meiriháttar. Gott skipulag, góður félagsskapur, góður matur, góðar teygjur og stórkostleg náttúra.
Fjallavinir fá tólf af tíu mögulegum í einkunn.
Hlökkum til að fá að ferðast meira með ykkur í framtíðinni.

 

Komdu sæll Þórður (og Fríða) og takk fyrir dásamlega ferð.
Skipulagið var frábært,
gönguleiðin stórkostleg,
þjónustulundin mikil,
maturinn geggjaður,
félagsskapurinn stórgóður
teygjurnar dásamlegar
og ekki má gleyma önduninni.

Dagarnir í Laugum og Þórsmörk gerðu ferðina enn magnaðri og snilldin í öllu skipulaginu var MATURINN. Það var unaðslegt að geta sest að borðum í lok hverrar göngu til að gæða sér að orkuríkum mat sem gaf fólki kraft til að halda áfram. Teygjurnar hennar Fríðu gerðu svo gæfumuninn. Ég kem óþreytt heim, full af gleði og orku og er að leggja af stað í nýja göngu . Þúsund þakkir fyrir mig, þið eigið fáa ykkar líka.

Það gæti verið að derhúfan mín hafi orðið eftir í rútunni, hvert hringi ég til að kanna það?

Kveðja
Oddný

Details

Start:
júlí 7, 2022
End:
júlí 11, 2022
Cost:
Frítt
Event Category:
Event Tags:
, ,

Skipuleggjandi

Þórður Ingi Marelsson
Phone
8987350
Email
thordur@fjallavinir.is