Loading Göngur

« Allar Göngur

  • This event has passed.

Lómagnúpur

júlí 5, 2021 kl.00:00 - 23:59

Frítt

Einstaklega skemmtileg ganga enda Lómagnúpur með tignarlegri fjöllum landsins og gangan kemur verulega á óvart. Gönguleiðin er í heildina ekki mjög erfið, en hún er alllöng og reynir vel á úthaldið, rúmlega 19 km og það má alveg reikna með rúmum 8 klst eða eftir aðstæðum eins og gefur að skilja. Byrjunarhæðin er í um 80 m og hæsti toppur er 794 m á miðju fjallinu. Uppsöfnuð hækkun fer yfir 1000 m. Útsýnið er stórkostlegt og sannarlega mögnuð upplifun ofan af fjallinu og þá ekki síst af syðsta hluta þess.

24.júlí 2021 Lómagnúpur

Hæð: 794

Gönguvegalengd: 19 km

Göngutími: 8 klst

Gönguhækkun: 1000 m

Brottför: Mæting kl. 09:00 við Lómagnúp, póstur kemur þegar nær dregur að göngu.

Við viljum benda á, og í raun mæla með að fólk gisti t.d á Hótel Laka við Kirkjubæjarklaustur eða í næsta nágrenni svo stuttur akstur sé að upphafsstað göngu. Frá Kirkjubæjarklaustri er aðeins tæplega 1 klst akstur að Lómagnúpi.

Breytingar vegna aðstæðna og veðurs: Við munum fyrst og fremst horfa til veðurs og aðstæðna á svæðinu. Þess vegna áskiljum við okkur rétt til að gera breytingar og hnika ferðinni í samræmi við það til að göngufólk fái sem mest út úr göngunni. Sunnudagur er því alltaf varadagur og mikilvægt að göngufólk geri ráðstafanir vegna þess. 

 

Erfiðleikastig: 3

Verð: 16.000,-kr

Staðfestingargjald: 9.000,-

Ferð fullgreidd fyrir: 1.júlí 2021

kt. 531184-0849
0111-26-501696

Lýsing

Dagsetning:
júlí 5, 2021
Tímasetning:
00:00 - 23:59
Kostnaður:
Frítt
Göngu flokkur:

Skipuleggjandi

Þórður Ingi Marelsson
Símanúmer:
8987350
Netfang:
thordur@fjallavinir.is