Verð í þessa ferð er 63.000,-kr. með skálagistingu og kvöldmat bæði kvöldin ásamt morgunverði. Staðfestingargjaldið er 21.000,-kr og skal ferð fullgreidd fyrir 6.júlí. Greiðslu skal leggja inn á reikning Fjallavina 0111-26-501696 og kt 531184-0849.
Mikilvægt er að undirbúa sig vel fyrir þessa ferð en hér er um 3ja daga krefjandi ferð að ræða og aðeins fyrir vel vant göngufólk. Gengið er um stórkostlegt landslag, á fjalllendi, um öræfi landsins þar sem aðstæður eru afar fjölbreyttar og litadýrð einstök.
Ýmsir gistimöguleikar eru fyrir austan bæði fyrir og eftir göngu sem við mælum með að fólk kynni sér og panti tímanlega.
Yfirfararstjóri í þessarai ferð verður þaulreyndur fjalla- og jöklaleiðsögumaður að austan, gjörkunnugur staðháttum.
Fyrir gönguna munum við flytja vistir í skálann. Nánari upplýsingar koma er líður að göngu.
Fyrirkomulag ferðar verður með eftirfarandi hætti:
Dagur 1. Ekið verður inn með Stafafellsfjöllum inn að Austurskógum. Þaðan er gengið yfir Jökulsá á göngubrú við einstigi við Eskifell. Frá Eskifelli er síðan gengið inn eftir kambaleið að Illakambi inn með gljúfrum Jökulsár og að Múlaskála. Hér er um 14-16 km langa göngu að ræða.
Dagur 2. Gengið verður inn að Tröllakrókum frá Múlaskála um Leiðartungur og aftur í skála. Þetta mun verða um 15 km löng ganga.
Dagur 3. Gengið frá Múlaskála að Austurskógum og í bíla um 14-16 km langa leið.
Gist verður í Múlaskála og/eða í tjöldum við skálann. Skálinn tekur 25-30 manns. Hægt er að leigja svefnpoka í skálanum.
Heildargönguvegalengd: 47 km
Göngutími: Misjafn eftir dögum, 7-9 klst
Gönguhækkun og lækkun: Misjöfn eftir dögum, 500-700 m
Erfiðleikastig: 5