Nían í nóvember/desember
Esjan og Úlfarsfell
Fjallavinir fara af stað með Níuna í byrjun nóvember, og er ætlunin að trítla á fell og fjall fram í desember byrjun.
Við munum þræða svæði á Esju og Úllanum, allt eftir aðstæðum hverju sinni og áskiljum okkur því rétt til að gera þær breytingar sem nauðsynlegar eru göngumönnum í hag.
Markmiðið er að viðhalda góðri heilsu í þessu mesta skammdegi og lýsa upp myrkrið í aðdraganda jóla.
Allar göngur hefjast kl. 17:30 nema laugardagsgöngur sem hefjast að morgni til eftir birtustigi.
Allir þátttakendur fá Fjallavina höfuðklút. Þá munum við vera með happdrætti þar sem dregið verður um veglega konfektkassa undir lok verkefnisins.
Við áskiljum okkur rétt til breytinga á göngum vegna veðurs og aðstæðna.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Verð í verkefnið er 18.000,-
Greiðslu skal leggja inn á reikning Fjallavina,
0111-26-501696 og kt. 531184-0849,
Skilmálar vegna greiðslu fyrir göngur má hér.
Fimmtudagur 6.nóvember Úlfarsfell, hittingur og spjall
Laugardagur 8.nóvember Ný leið um Hrútadal yfir á Smáþúfu, um 13 km hringleið
Fimmtudagur 13.nóvember Steinn og Úlfarsfell
Þriðjudagur 18.nóvember Úlfarsfell
Fimmtudagur 20.nóvember Stígakerfi Esjunnar
Laugardagur 22.nóvember Ný leið en gömul undir Esjuhlíðum að Vigtinni frá Esjubergi 10 km
Þriðjudagur 25.nóvember Úlfarsfell og eða Steinn
Fimmtudagur 27. nóvember Úlfarsfell
Þriðjudagur 2. desember Óvissuferð
Verð í verkefnið er 18.000,-
Greiðslu skal leggja inn á reikning Fjallavina,
0111-26-501696 og kt. 531184-0849,
Skilmálar vegna greiðslu fyrir göngur má hér.