Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Snæfellsjökull 1446 m

mars 27, 2021 kl.07:00 - 19:00

Frítt

Snæfellsjökullinn er 1446 m hár. Ganga á jökulinn er frekar létt jöklaganga og við hæfi allara sem eru í almennt góðu gönguformi.  Gönguhækkun fer eftir aðstæðum og eftir því hversu greiðfært er upp Kýrskarðið en stundum hefst gangan við Sönghellinn í tæplega 200 m hæð og þannig gæti gönguhækkun orðið um 1200 m. Gangan gæti tekið  6-8 klst, jafnvel meira og þannig 11-15 km löng. Þegar komið er upp á jökulröndina fer fólk í beltin,  línur verða settar upp og þannig gengur fólk sem einn maður í línu alla leið upp undir stjórn línustjóra. Við munum halda hópnum eins þéttum og hægt er.

 

Sérstakur jöklabúnaður.

Í þessa göngu þarf sérstakan jöklabúnað sem samanstendur af; ísöxi, klifurbelti með CE merktri karabínu og jökla-broddum. Margir eiga nú þegar þennan búnað en hann er einnig hægt að leigja t.d. hjá Fjallakofanum og víðar. Á þessum tíma eru fjölmargir að ganga á jökla og því getur verið mikil ásókn í þennan búnað svo kannið þetta strax og pantið. Allar helstu útivistarverslanir leigja þennan búnað, og verðið er misjafnt. Ef fólk hyggur á margar jöklagöngur þá borgar sig að eiga þennan útbúnað. Kannið þetta bara.

 

Hæð: 1446 m

Gönguvegalengd: 11-15 km eftir aðstæðum

Göngutími: 6-8 klst

Gönguhækkun: 1200 m

Sérstakur útbúnaður: Jöklabúnaður; ísöxi, klifurbelti með CE merktri karabínu og jöklabroddar. Þennan búnað er hægt að leigja hjá helstu útivistarverslunum.

 

Brottför: Lagt af stað frá Grjóthálsi kl. 07:00. Aksturinn eru um 200 km og  tekur um 3 klst. Með því að sameinast í bíla er hægt að deila bensínkostnaði.

Breytingar vegna aðstæðna og veðurs: Við munum fyrst og fremst horfa til veðurs og aðstæðna á svæðinu, en ganga á Hrútfjallstinda kallar á góðar aðstæður. Þess vegna áskiljum við okkur rétt til að gera breytingar og hnika ferðinni í samræmi við það til að göngufólk fái sem mest út úr göngunni. Sunnudagur er því alltaf varadagur og mikilvægt að göngufólk geri ráðstafanir vegna þess. 

 

Erfiðleikastig: 3 skór 

Verð: 13.000,- kr

Staðfestingargjald: 6.000,- kr

Ferð fullgreidd fyrir: 11.mars 2021

kt. 531184-0849
0111-26-501696

 

Klæðnaður – alls engar bómullarflíkur !

Innst klæða.  Ullarnærbolur, helst síðerma og síðar ullarnærbuxur.  Til eru sérstakar „boxer“ ullarnærbuxur og ullartoppar sem mörgum þykir gott að klæðast á löngum göngum. Góðir og hlýir göngusokkar mikilvægir.

Millilag.  Göngubuxur eða flísbuxur, gott ef þær eru styttanlegar. Flís peysa eða ullarpeysa, primaloft jakki eða dúnjakki.

Ysta lag.  Vatns- og vindheldur klæðnaður með öndun, bæði buxur og jakki.

 

Annar mikilvægur klæðnaður.

Húfa, höfuðklútar, auka vettlingar, einnig er gott að klæðast þunnum flís/silki fingravettlingum innanundir, vatnsheldir vettlingar, háar legghlífar og auðvitað góðir gönguskór (ath að yfirfara reimar). Aukasokka í bakpokanum. Gott að bera vel á skóna og vatnsverja þá fyrir ferðina. Aukafatnaður s.s. primaloft eða góð dúnúlpa til að skella yfir sig í stoppum og á toppnum.

 

Annar búnaður.

  • Myndavél
  • Skíðagleraugu eða öflug sólgleraugu
  • Göngustafir, stillanlegir
  • Sessa
  • Sólarvörn og það þarf öfluga vörn
  • Sólarvarasalvi er mikilvægur (margir brenna illilega á vörum á jöklum)
  • Sjúkravörur s.s. íbúfen, panodil, hælsærisplástrar, blöðruplástrar, plástrar, þrúgursykurtöflur 
  • Asmalyf mikilvæg fyrir þá sem þurfa 
  • Omnitape (íþróttateip 4-5 cm á breidd) Vinir geta deilt rúllu.

 

Góður bakpoki er nauðsynlegur í svona dagsferð og þarf hann að vera 30-45 ltr. Hann þarf að sitja vel á mjöðmunum og vera með góðar breiðar axlarólar. Í hann þarf að  komast allur aukabúnaður, auk nestis og nauðsynjavara, en eins þarf að vera hægt að festa á hann ísöxi og brodda. Skipuleggið þetta vel og tímanlega.

Við mælum með góðum morgunverði áður en lagt er af stað, en við munum gera stutt stopp í Olís í Borgarnesi á leið okkar. Þessi ganga kallar eðlilega á gott nesti og töluvert magn af vökva. Við mælum með t.d. 1-2 matarmiklum samlokum, sviðasultusneið, ca 2 flatkökur með hangikjöti eða kæfu, eða sambærilegu  og að sjálfsögðu  eftir ykkar þörf.

Þá er mikilvægt  að hafa með orkuríkt narsl (hnetur, möndlur, rúsínur, súkkulaði) sem er aðgengilegt að grípa í á göngu á leiðinni. Drykki að lágmarki 1,5 ltr og eitthvað heitt á brúsa. Orkudrykkir eru góðir eftir margra tíma göngu og ágætt að eiga þá til vara. Eins er gott að hafa þrúgursykurtöflur í bakpokanum í neyðartilfellum.

Details

Date:
mars 27, 2021
Time:
07:00 - 19:00
Cost:
Frítt
Event Category:
Event Tags:
,

Skipuleggjandi

Þórður Ingi Marelsson
Phone
8987350
Email
thordur@fjallavinir.is