Skilmálar og reglur Fjallavina
Upplýsingar um greiðslu og greiðslufyrirkomulag fyrir gönguferð má finna undir hverri göngu.
Staðfestingargjald skal greiða samkvæmt þeim upplýsingum sem þar koma fram. Ferð skal fullgreidd þremur vikum fyrir ferð samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma undir hverri göngu. Staðfestingargjald er óendurkræft í öllum tilfellum. Ef þátttakandi mætir ekki til brottfarar á réttum tíma á hann ekki rétt á endurgreiðslu ferðarinnar.
Afbókunarskilmálar
Ef afbókað er með 29 daga fyrirvara eða meira, fæst full endurgreiðsla, þó ekki staðfestingargjaldið.
Ef afbókað er 22-28 dögum fyrir brottför, fæst 75% endurgreiðsla, þó ekki staðfestingargjaldið.
Ef afbókað er 15-21 degi fyrir brottför, fæst 50% endurgreiðsla, þó ekki staðfestingargjaldið.
Ef afbókað er 8-14 dögum fyrir brottför, fæst 25% endurgreiðsla, þó ekki staðfestingargjaldið.
Ef afbókað er 0-7 dögum fyrir brottför, fæst engin endurgreiðsla.
Breytingar
Fjallavinir áskilja sér rétt til að hætta við ferð, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annara utanaðkomandi aðstæðna. Eins ef ekki er næg þátttaka fyrir ferð.
Tryggingar
Fjallavinir tryggja hvorki göngufólk né farangur þeirra í gönguferðum, enda ferðast þátttakendur með Fjallavinum á eigin ábyrgð. Göngufólk er hvatt til að vera með eigin ferða, -forfalla- og slysatryggingar, en þessar tryggingar eru oftar en ekki hluti af fjölskyldutryggingu. Við hvetjum fólk til að kynna sér þessi mál hjá sínu tryggingafélagi.
Styrkir
Við vekjum athygli á því að mörg stéttarfélög veita félagsmönnum sínum styrki til heilsueflingar. Fjallavinir hvetja göngufólk til að kanna hvað þeim stendur til boða hjá sínu stéttarfélagi.