Ummæli eftir ferðir á Grænahrygg sumarið 2021

Ferðin fór fram úr öllum mínum væntingum. Þetta er einstakt landslag þarna.
Ég spjallaði lengi og oft við Bjarna, þar er sérstaklega fróður maður á ferð. Hann fær topp einkunn, sem og þið öll.
Ég er strax byrjuð að plana göngu næsta sumar
Takk fyrir mig,
Lena Ýr.

 

Sæll Þórður og takk fyrir algjörlega frábæra göngu á Grænahrygginn um sl. helgi. Við erum í skýjunum með ferðina og ég væri til í að fara aftur og aftur þessa leið. Algjörlega mögnuð. Mér fannst
Uppgönguhryggurinnn toppa þetta allt, toppaði held ég allt sem ég hef séð áður. Takk, takk frá okkur hjónum!
Nú erum við satt að segja farin að skoða Esjuverkefnið, finnst það bara ansi spennandi. Getur þú gefið mér hugmynd um hversu langar þessar fimmtudagsgöngur (og þriðjudags og laugardags) eru í tíma, bara svona til að hafa einhverja hugmynd. Á hvaða aldri er fólk í þessum hópi, eru gerðar einhverjar kröfur um gönguþol (ef miðað er við að við réðum vel við Grænahrygg), auðvelt/erfitt, eru fjöldatakmörk og bara alls konar ? Sem sagt svona ýmsar pælingar.
Og takk fyrir allar myndirnar, Anna Björg er búin að senda þær áfram til okkar. Þær eru mjög flottar. Fæ kannski að heyra frá þér með þetta,
Kv. Elva og Hlynur.

Sæll,
Var í Grænahryggsgöngunni s.l. laugardag.
Langaði bara að hrósa þér og ykkur fyrir frábært skipulag og utanumhald! Allar tímasetningar stóðust, við fengum rúman tíma í gönguna, stoppa, taka myndir, drekka, ekkert hössh hössh. Góðar upplýsingar hvað kemur næst og næst í göngunni. Þið öll sem eitt vakandi yfir hópnum og passa allt og alla. Þið eruð fagmenn fram í fingurgóma! Ég mun sko mæla með Fjallavinum við hvern þann sem ætlar á fjöll.
Landslagið í þessari ferð var engu öðru líkt. Hef gengið víða en þetta toppar allt. Ég féll í stafi! Algjörlega magnað.
Takk fyrir mig,
Sonja.

 

Sæll
Takk fyrir frábærlega skemmtilega ferð. Við erum öll enn hátt uppi eftir daginn og langar aftur sem fyrst.
Held þetta toppi allar leiðir sem ég hef gengið í náttúrufegurð og svo var umgjörð ferðar og fararstjórn til fyrirmyndar.
Mig langar mikið að fá myndirnar sem þú tókst af hópnum mínum og af okkur tveimur.
Þannig að þú mátt senda þær til mín ef þú hefur tíma.
Það var líka gaman að hitta ykkur hjónin og að kynnast aðeins fleirum í þessum armi fjölskyldunnar.
Kveðja,
Anna.

 

Sæll Þórður
Þúsund þakkir fyrir ferðina á Grænahrygg um helgina, þetta var magnað og meiriháttar ferð með ykkur fararstjórunum og Fríða flott á bakaleiðinni.
Því miður fór ég ekki Vörðuskegg tilbaka en hann mun hafa verið magnaður og öll gönguleiðin tilbaka. Þú sagðir mér bara að koma aftur næstu gönguhelgi og örugglega í gríni en ég væri svo mikið til í að koma aftur með ykkur og fara allan hringinn og maðurinn minn með.
Áttu tvö laus pláss?
Með bestu kveðju,
Inga.

 

Sæll Sigurbjörn og takk sömuleiðis fyrir frábæra ferð.
Það var gaman og merkilegt að sjá Grænahrygg sem var aðalmarkmið ferðarinnar. Þegar göngunni var lokið verð ég að segja að gönguleiðin frá Grænhrygg niður í Laugar var svo stórfengleg að hún stendur eftir sem hápunktur.
Sjáumst vonandi síðar í einhverri annarri göngu.