Loading Göngur

« Allar Göngur

Fimmvörðuháls

júlí 23, 2022

Gjaldfrjálst

Leiðin liggur frá Skógum undir Eyjafjöllum, milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls, yfir í Goðaland til Þórsmerkur. Hér er um að ræða eina allra vinsælustu og mögnuðustu gönguleið á Íslandi en e.t.v. þá viðsjárverðustu sakir snöggra breytinga sem geta orðið á veðri á hvaða árstíma sem er. Það getur verið blítt og stillt veður á láglendi en þegar komið er upp á háhálsinn getur skollið á svarta þoka svo að ekki sér handa skil.

Gönguleiðin er ægifagur og munum við í fyrsta hluta göngunnar ganga með fram Skógá en fjöldinn allur af stórkostlegum fossum mun blasa við okkur á þeirri leið og eðlilega stöldrum við við þá. Stefnan verður þá tekin á Baldvinsskála en eftir það tekur við lækkun og hækkun á víxl þar til við komum að Magna og Móða. Eftir það liggur leiðin niður á við um stórkostlega náttúru sem orð fá varla lýst og sjón sannarlega sögu ríkari.

Gangan hefst í um 25 m hæð með snarpri hækkun í tröppum í upphafi göngu við Skógarfoss en síðan er þægileg og aflíðandi stöðug hækkun næstu 15 km upp í rétt rúma 1000 m. Eftir það tekur við lækkun og hækkun á víxl, en búast má við uppsafnaðri hækkun um 1400 m. Þetta er löng og krefjandi ganga sem kallar á gott gönguþol.

Rúta mun aka okkur að Skógum og sækja okkur inn að Strákagili eftir göngu.

Upplýsingar um útbúnað og nesti verður sent þátttakendum

Hæð: 1040 m
Gönguvegalengd: 25 km
Göngutími: 9-10 klst
Bröttför: Frá Grjóthálsi

Erfiðleikastig: 3

Verð: 23.000,- kr með rútu
Staðfestingargjald: 11.000,-kr
Ferð fullgreidd fyrir: 4. júlí 2022

kt: 531184-0849
0111-26-501696

Allir þátttakendur í göngunni fara sjálfkrafa í pott og munum við draga út heppinn þátttakenda sem hreppa veglegan vinning. Vinningurinn er glæsilegur grillpakki frá Réttinum að verðmæti 28.000,-króna.

Við munum  svo fagna göngulokum með ykkur, skála fyrir göngu dagsins og bjóða léttan drykk.

Skilmálar vegna greiðslu fyrir göngur má hér

 

 

 

Lýsing

Dagsetning:
júlí 23, 2022
Kostnaður:
Gjaldfrjálst
Göngu flokkur:
Göngu tag:

Skipuleggjandi

Þórður Ingi Marelsson
Símanúmer:
8987350
Netfang:
thordur@fjallavinir.is

Fimmvörðuháls 4 júlí 2022

Verð: 23.000,-kr með rútu
Staðfestingargjald: 11.000,-kr
Ferð fullgreidd fyrir: 4.júlí 2022
kt. 531184-0849
0111-26-501696
Ef uppselt er í ferðina er hægt að skrá sig á biðlista á thordur@fjallavinir.is

0 Going
35 Laus sæti
Skráðu þig hér