Loading Events

« All Events

Grænihryggur, Skalli, Laugar 7. september

september 7

Frítt

Grænihryggur, Skalli, Laugar

  1. september

Þetta er óneitanlega ein fallegasta gönguleið landsins, í mögnuðu og ógleymanlegu landslagi.

Leið A

Gengið verður um Halldórsgil inn að Grænahrygg. Reikna má með 16-17 km göngu og um 8-9 klst, allt eftir því hversu lengi við njótum! Gangan hefst í um 600 m hæð og munum við rokka nokkrum sinnum upp og niður um 150 m mestan hluta leiðarinnar. Gangan er nokkuð þægileg um stórkostlegt og einstaklega litríkt og fjölbreytt landslag og jafnframt ógleymanlegt. Að lokinni göngu ekur rúta okkur inn að Landmannalaugum og þar gefst göngumönnum kostur á að taka léttar göngur eða baða sig í laugunum þar til hópur B kemur niður.

Leið B

Sama leið gengin inn að Grænahrygg, en þaðan er haldið áfram inn að Uppgönguhrygg og þaðan inn í Landmannalaugar. Reikna má með rúmum 20 km og 10-11 klst göngu. Hóparnir munu svo hittast í Landmannalaugum. Það má því reikna með löngum degi og heimkomu eftir miðnætti.

 

Við áskiljum okkur rétt til að breyta dagsetningu vegna veðurs.

Hæð:  1100 m
Gönguvegalengd: 16-20 km
Göngutími: 8-11 klst
Gönguhækkun:  frá 600 m upp í tæplega 1100 m hæð
Bröttför: Frá Grjóthálsi með rútu

Erfiðleikastig: 2-3

Verð: 37.000,- kr með rútu
Staðfestingargjald: 15.000,-kr
Ferð fullgreidd fyrir: 1. júlí 2024

kt: 531184-0849
0111-26-501696

Skilmálar vegna greiðslu fyrir göngur má hér

  

 

 

Details

Date:
september 7
Cost:
Frítt
Event Categories:
, , ,

Organizer

Þórður Ingi Marelsson
Phone
8987350
Email
thordur@fjallavinir.is

Grænihryggur, Skalli, Laugar september

Verð: 37.000,- kr með rútu
Staðfestingargjald: 15.000,-kr
Ferð fullgreidd fyrir: 1. júlí 2024
kt: 531184-0849
0111-26-501696
Skilmálar vegna greiðslu fyrir göngur má hér

2 Going
33 Laus sæti
Skráðu þig hér