Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Tveggja daga göngugleði í Básum og Mörkinni

september 9, 2022 - september 10, 2022

Free
Goðaland og Þórsmörkin

Goðaland og Þórsmörkin eru með fallegri stöðum á landinu. Í raun paradís útivistarmanneskjunnar enda fjölmargar gönguleiðir um margbreytilega náttúru. Birkivaxnar hlíðar og gil, þar sem jöklar og árfarvegir hafa mótað landið með margskonar kynjamyndum allt um kring gerir þetta svæði svo magnað. Á þessum árstíma má búast við að haustlitir fari að setja svip sinn á gróðurinn. Þarna er ætlunin að næra líkama og sál, njóta tveggja göngudaga með gistingu í Básum og eiga góðar stundir með góðum fjallavinum. Gist verður í skála Útivistar í tvær nætur og gengið verður bæði laugardag og sunnudag. Á laugardegi verður boðið upp á tvær leiðir, annarsvegar leið A sem er hringur um Hvannárgil, Heljarkamb og upp á Morinsheiði og þaðan á Útigönguhöfða ef aðstæður leyfa, annars áfram á Heiðarhornið og niður í Strákagil. Hins vegar léttari ganga leið B, Tindfjallahringinn þar sem gengið verður um fallega Slyppugilið, upp á Tindfjallasléttuna, niður um Stangarháls og inn í Bása sem er léttari ganga. Gisting ásamt kvöldmat á föstudegi, grillmáltíð á laugardegi, rútu og fararstjórn er innifalið í verðinu.

 

Föstudagur 9.september

Bröttför frá Grjóthálsi kl: 17:00 með rútu

Laugardagur 10. september

  1. Dagurinn tekinn snemma. Gengið verður inn eftir Hvannárgilinu og upp á Heljarkamb, inn á Morinsheiði, þaðan á Útigönguhöfða ef aðstæður leyfa, Heiðarhornið og áfram yfir Kattarhryggi niður í Strákagil.
  2. Tindfjallahringurinn

Sunnudagur 11.september

Gengið inn eftir Krossá og farið upp Hestagötur upp á Foldir og niður um Kattarhryggi í Strákagil og að Básum.

Gengið frá og haldið af stað og Stakkholtsgjá skoðuð á heimleiðinni.

Laugardagur

Hvannárgils hringur
Erfiðleikastig: 3-4
Gönguvegalengd:
Göngutími: 9-10 klst
Hæð: 800 m
Gönguhækkun: 550 m

 

Tindfjallahringurinn
Erfiðleikastig: 2-3
Gönguvegalengd: 8-9 km
Göngutími: 7-8 klst
Hæð: 525 m
Gönguhækkun: 350 m

 

Sunnudagur:

Foldir um Hestagötur

Erfiðleikastig: 2-3

Gönguvegalengd: 7-8 km

Göngutími: 5-6 klst

Hæð: 560 m

Gönguhækkun:  350 m

 

Verð: kr 53.000,00
Staðfestingargjald: 19.000,-kr
Ferð fullgreidd fyrir: 15. ágúst  2022

kt: 531184-0849
0111-26-501696

Details

Start:
september 9, 2022
End:
september 10, 2022
Cost:
Free
Event Category:

Organizer

Þórður Ingi Marelsson
Phone
8987350
Email
thordur@fjallavinir.is