Hér er um langa og krefjandi göngu að ræða en jafnframt eina af mögnuðustu gönguleiðum landsins, þar sem stórbrotið landslagið er allt um kring og ótrúlegt útsýni í allar áttir með Svínafellsjökull á hægri hönd og Skaftafellsjökull á vinstri hönd. Hvannadalshnúkur blasir svo við í suðu-austurátt, tignarlegur að sjá frá þessu ótrúlega sjónarhorni og eins má sjá í góðu skyggni vel yfir Grímsvötn og Esjufjöll!
Lagt verður af stað í gönguna á bilinu 02:00-05:00 aðfararnótt göngudags. Þátttakendur koma sér sjálfir austur í Öræfi degi fyrir brottför og sjá sjálfir um gistinguna, en hægt er að gista á Hofi og Svínafelli og auðvitað víðar. Á Svínafelli er hægt að gista í tjöldum en þar er góð aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna eða hvers konar aftaníhýbýli. Þar er einnig góð eldunaraðstaða, stór matsalur, kæliskápar, sturtur og wc.
Gönguleiðin. Leiðin er nokkuð brött og eins er nokkuð um lækkanir á leiðinni og þess vegna telst hún erfiðari en ganga á Hvannadalshnúk. Við munum hefja gönguna við Hafrafell og ganga upp bratta brekkuna og inn að Sveltisskarði. Efrimenn og Fremrimenn blasa við okkur ásamt stórkostlegu útsýni yfir einstaka náttúru. Hér er um að ræða eina af skemmtilegustu gönguleiðum landsins, þar sem stórbrotið landslagið er allt um kring og ótrúlegt útsýni í allar áttir með Svínafellsjökull á hægri hönd og Skaftafellsjökull á vinstri hönd. Hvannadalshnúkur blasir svo við í suðurátt, tignarlegur að sjá frá þessu ótrúlega sjónarhorni og eins má sjá í góðu skyggni vel yfir Grímsvötn, Esjufjöll og víðar. Hrútfjallstindar eru fjórir; Hátindur 1875 m, Vesturtindur, Suðurtindur og Miðtindur og munum við stefna á Hátind. Reikna með 24-25 km og 15/13 tíma göngu og að auki uppsafnaðri hækkun upp á 2200 m.
Hæð: 1875 m
Gönguvegalengd: 25 km
Göngutími: 13-15 klst
Gönguhækkun: 2100 m
Sérstakur útbúnaður: Jöklabúnaður; ísöxi, klifurbelti með CE merktri karabínu og jöklabroddar. Þennan búnað er hægt að leigja hjá helstu útivistarverslunum.
Brottför: Á bilinu 02:00-05:00 frá HafrafelliGisting: Á eigin vegum í Öræfum
Breytingar vegna aðstæðna og veðurs: Við munum fyrst og fremst horfa til veðurs og aðstæðna á svæðinu, en ganga á Hrútfjallstinda kallar á góðar aðstæður. Þess vegna áskiljum við okkur rétt til að gera breytingar og hnika ferðinni í samræmi við það til að göngufólk fái sem mest út úr göngunni. Sunnudagur er því alltaf varadagur og mikilvægt að göngufólk geri ráðstafanir vegna þess.
Erfiðleikastig: 5 skór
Verð: kr 31.000,00
Staðfestingargjald: 11.000,- kr
Ferð fullgreidd fyrir: 1. apríl 2023
kt: 531184-0849
0111-26-501696
Sjá skilmála hér
Þegar staðfestingargjaldið hefur verið greitt, býðst þátttakendum að taka æfingagöngur með okkur alla fimmtudaga að Steini frá 2.febrúar og fram til 30.mars. Einnig býðst þeim að ganga með Fjallavinum á Helgafell í Hafnarfirði alla mánudaga í mars