kvöldganga ( þriðjudagskvöld) – Sumarsólstöður, hressing í lok göngu!
Leggjabrjótur er forn þjóðleið sem liggur milli Þingvalla og Hvalfjarðar um skarð sem liggur milli Botnsúlna og Búrfells. Gangan er rúmlega 16 km löng, aflíðandi hækkun um 350 m fyrstu 8 km en síðan tekur við lækkun niður í 50 m niður í Botnsdal. Reikna má með að hún taki rúmar 6 klst í heildina. Þetta er ekki erfið ganga. Leiðin liggur um afskaplega fallega forna varðaða þjóðleið þar sem fara þarf yfir vöð nokkrum sinnum, en við munum staldra við á áhugaverðum og undurfallegum stöðum á leið okkar. Við mælum með vaðskóm sem eru nauðsynlegir og léttu handklæði, (laxapokar duga í sumum tilfellum) nú eða vel vatnsheldum skóm, en sumstaðar má stikla yfir á steinum en það fer allt eftir árferði. Útsýnið er afskaplega fallegt og víða vert að staldra við og njóta, en ekki þjóta.
Allir þátttakendur í göngunni fara sjálfkrafa í pott og munum við draga út heppna þátttakendur sem hreppa veglega vinninga. Fyrsti vinningur er glæsilegur grillpakki frá Réttinum að verðmæti 28.000,-króna. Fleiri vinningar verða einnig dregnir út fyrir heppna þáttakendur. Við munum svo fagna göngulokum með ykkur, skála fyrir göngu dagsins og bjóða léttan drykk inni í Botnsdal.
Hæð: 490
Gönguvegalengd: 16 km – 18 km
Göngutími: 6/7 klst
Gönguhækkun: 350 m
Brottför: 17:00 frá bílastæðinu undir Helgafelli við Þingvallaveg
Erfiðleikastig: 2 (hér viljum við tákn t.d. skó )
Verð: 10.500,-kr með rútu
Staðfestingargjald: 5.000,-kr
Ferð fullgreidd fyrir: 30.maí 2021
kt. 531184-0849
0111-26-501696