Laugardaginn 5.febrúar munu Fjallavinir standa fyrir námskeiði í vetrarfjallamennsku. Þetta námskeið er hugsað fyrir fjallgöngufólk sem vill bæta þekkingu sína og verða öruggari með notkun á þessum búnaði. Þeir sem huga að göngu á jökla ættu sérstaklega að tryggja sér sæti. Þetta er bæði fróðlegt og skemmtilegt námskeið en fyrst og fremst afar gagnlegt.
Farið verður yfir:
- Tilheyrandi jöklabúnað, axir og brodda, og hvenær viðeigandi er að nota þennan búnað.
- Broddanotkun, muninn á Esju-broddum og jöklabroddum og hvernig maður beitir þeim.
- Verklega göngutækni í snjó, hjarni og ís.
- Notkun á ísexi þar sem við æfum ísaxarbremsu í mismunandi stellingum og hvernig skal beita henni í mismunandi aðstæðum.
- Leiðarval
- Fjallað um snjóflóð og hvernig hægt er að forðast þau, og eins þörfina á því að afla sér þekkingar á snjóflóðafræðum ef ætlunin er að ferðast í þannig landslagi.
- Rætt um ferðahegðun og ákvarðanatöku, “BUDDY” kerfi og veðurþáttinn.
Greiðslu skal leggja inn á reikning Fjallavina 0111-26-501696 og kt 531184-0849.
Verð fyrir þetta námskeið er 15.000,-kr. Fjöldi takmarkast við 20 manns