Loading Göngur

« Allar Göngur

Fjöllin okkar 2022

janúar 22, 2022 - júní 25, 2022

Heilsuefling á fjöllum hefst þann 22.janúar 2022 og stendur til 25. júní.
Þetta er verkefni fyrir vant göngufólk sem vill njóta útiveru og heilsueflingar í góðum félagsskap.

Við hefjum verkefnið að venju á lægri og léttari göngum í mesta skammdeginu og tröppum okkur síðan upp í meiri hæð og lengd fram á sumar. Fararstjórar fremst og aftast sem halda utan um hópinn.

Gengið verður;
alla fimmtudaga frá og með 3.febrúar til 30.mars kl:17:30 upp að Steini. Alla mánudaga frá og með 7.mars til 11.apríl á Helgafell í Hafnarfirði.

Laugardagsgöngurnar verða samkvæmt dagsetningum, en nánari upplýsingar um þær munu birtast í lok október.

Allir sem skrá sig og ganga frá greiðslu fá höfuðklút merktan Fjallavinum og að auki veglegan gjafapakka frá Lýsi.
Í byrjun febrúar munum við svo draga út heppinn þátttakanda sem hneppir útivistarvöru sem kemur að góðum notum. Einnig drögum við út heppinn þátttakanda sem fær glæsilegan grillpakka frá Réttinum að verðmæti 28.000,-kr. Þegar líður að páskum fá allir páskaeggjaglaðning og að venju drögum við út heppna þátttakendur sem hneppa vegleg páskaegg.

Lokuð fésbókarsíða verður fyrir hópinn þar sem tjáskipti munu fara fram.

Hlökkum til að fá ykkur með í okkar góða fjallavinahóp!

Lýsing

Start:
janúar 22, 2022
End:
júní 25, 2022
Göngu flokkur:
Göngu tag:
,

Skipuleggjandi

Þórður Ingi Marelsson
Símanúmer:
8987350
Netfang:
thordur@fjallavinir.is