Hér er um ævintýraland að ræða fyrir göngufólk sem vill ganga á nýjar slóðir. Það sem er innifalið í verðinu sem er 97.000,- krónur er; gisting á Bergistanga og kvöldmatur á föstudegi, laugardegi og sunnudeginum. Matseðillinn birtist í júlí, en reikna má með súpu, fiskibollum og lambi á grillið. Einnig er siglingin frá Norðurfirði yfir í Reykjarfjörð innifalin. Fólk sér að öðru leiti um allan annan mat sjálft, bæði morgunmat og allt nesti. Ferðalangar eru á eigin bilum.
Eftir aðstæðum munum við bregða á leik utandyra, svo sem með jóga og öndunaræfingum og öðru dekri líkt og meðfylgjandi myndir sýna.
Fyrirhugað ferðaplan.
17.ágúst fimmtudagur. Komið í Bergistanga þar sem gist verður. Gengið á Reykjaneshyrnu. Reikna má með um 4 km og 1,5 klst göngu.
18.ágúst föstudagur. Siglt inn í Reykjarfjörð og gengið á Geirólfsnúp sem er á milli Reykjarfjarðar oag Skjaldbjarnarvíkur. Reikna má með uþb 8 km göngu og 2,5 klst. Eftir göngu skellum við okkur í sund í lauginni í Reykjarfirði.
19.ágúst laugardagur. Gengið á Örkina. Reikna má með um 7-8 km göngu og uþb 4-5 klst.
20.ágúst sunnudagur. Gengið á Glissu 741 m. Um 12-13 km ganga.
21.ágúst mánudagur. Farið frá Norðurfirði. Síðan er eftirfarandi hugsanlegur möguleiki, en fer alfarið eftir aðstæðum því okkur þykir njög spennandi að taka stefnuna út í Grímsey í Steingrímsfirði. Það er aðlgjörlega háð veðri og sjólagi. Rölt verður um eyjuna og svo hugsanlega sjósund og að lokum heitir pottar á Drangsnesi. Ef þetta gengur ekki upp þá er planið að rölta upp á Bæjarfellið á Drangsnesi. Greiða þarf sérstaklega fyrir ferðina út í eyju, verði hún farin.
Athugið, að við áskiljum okkur rétt til breytinga vegna aðstæða.
Verð: 97.000,00-kr
Staðfestingargjald: 37.000,-krónur sem skal greiða viku eftir bókun.
Ferð fullgreidd fyrir: 15.júní 2023
kt: 531184-0849
0111-26-501696
Sjá skilmála hér