Hér skartar náttúran sínu allra fegursta enda stórkostlegt og stórbrotið landslag. Gönguleiðin er algjörlega einstök og gefur óviðjafnanlegt útsýni um víðáttumikið landssvæði enda næst hæsti tindur landsins. Ganga á Sveinstind er bæði krefjandi og löng og því aðeins fyrir fólk í góðu gönguformi. Gengið verður frá Kvískerjum.
Lagt verður af stað í gönguna á bilinu 02:00-05:00 aðfararnótt göngudags. Þátttakendur koma sér sjálfir austur í Öræfi degi fyrir brottför og sjá sjálfir um gistinguna.
Gönguleiðin Frá Kvískerjum
Hæð: 2044 m
Gönguvegalengd 24 km
Göngutími: 16-18 klst
Gönguhækkun: 2011 m
Sérstakur útbúnaður: Jöklabúnaður; ísöxi, klifurbelti með CE merktri karabínu og jöklabroddar. Þennan búnað er hægt að leigja hjá helstu útivistarverslunum.
Brottför: Á bilinu 02:00-05:00 frá Kvískerjum
Gisting: Á eigin vegum í Öræfum
Breytingar vegna aðstæðna og veðurs: Við munum fyrst og fremst horfa til veðurs og aðstæðna á svæðinu, en ganga á Sveinstind kallar á góðar aðstæður. Þess vegna áskiljum við okkur rétt til að gera breytingar og hnika ferðinni í samræmi við það til að göngufólk fái sem mest út úr göngunni. Sunnudagur er því alltaf varadagur og mikilvægt að göngufólk geri ráðstafanir vegna þess.
Erfiðleikastig: 5 skór
Verð: 39.900,-
Staðfestingargjald: 20.000,- kr
Ferð fullgreidd fyrir: 1.apríl 2024
kt: 531184-0849
0111-26-501696
Sjá skilmála hér
Þegar staðfestingargjaldið hefur verið greitt, býðst þátttakendum að taka æfingagöngur með okkur alla fimmtudaga að Steini frá 1.febrúar og fram til 21.mars. Einnig býðst þeim að ganga með Fjallavinum á Helgafell í Hafnarfirði alla mánudaga í mars.