Esjan haust með Úllanum 2025
Göngur og gleði með Sushi veislu og öðrum glaðningi
Haustverkefni Fjallavina fer að venju af stað um miðjan september og nú með breyttu sniði. Þetta verkefni er hugsað fyrir fólk sem vill halda sér í gönguformi og undirbúa sig fyrir næsta árs verkefni ásamt því að njóta útiveru á fjöllum.
Það verður gengið alla fimmtudaga ýmist að Steini eða mismunandi leiðir á Úlfarsfellið, nokkra laugardaga og annan hvorn þriðjudag. Á þriðjudögum tökum við stuttar og fáfarnar gönguleiðir á Esjunni, en á laugardögum göngum við spennandi lengri leiðir. Þetta er verkefni sem hentar flestum..
Allar göngur hefjast kl. 17:30 nema laugardagsgöngur sem hefjast að morgni til eftir birtustigi. Fararstjórar fremst og aftast í öllum göngum.
Allir þátttakendur fá Fjallavina höfuðklút. Við munum bjóða upp á Sushi-veislu á fjalli á einum fallegasta útsýnisstað Esjunnar. Þá munum við vera með happdrætti þar sem dregið verður um veglega konfektkassa og annað góðgæti undir lok verkefnisins og eins munum við veita verðlaun fyrir þann sem mætir í flestar göngurnar.
Við áskiljum okkur rétt til breytinga á göngum vegna veðurs og aðstæðna.