Drottningin

  1. Göngur
  2. Drottningin

Views Navigation

Göngu Views Navigation

Today

Herðubreið

Herðubreið – drottningin sjálf!  Herðubreið er 1682 m hátt móbergsfjall í Ódáðahrauni, norðan Vatnajökuls og innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Hún er gjarnan nefnd “Drottning íslenskra fjalla” þar sem hún þykir einstaklega formfalleg. Að auki var Herðubreið valin þjóðarfjall Íslendinga í kosningu árið 2002. Lengi vel var hún talin ókleif, en árið 1908 var fyrst gengið á hana.Uppgöngutími er áætlaður um 4,5 klst með góðum stoppum, en gangan sjálf fram og til baka er aðeins rúmir 6 km frá fjallsrótum að toppi. Hækkun er snörp, úr tæpum 700 m upp í tæpa 1700 m. Að göngu lokinni munum við svo fagna og skála í léttum drykk fyrir göngu dagsins.Aðeins er jeppafært inn að upphafsstað göngunnar!

Free