Við hefjum gönguna við Suðurnámur og hækkum okkur upp í um 920 m hæð. Þaðan höldum við ótrauð áfram að Háöldu upp í rúmlega 1100 m hæð, stefnum þá niður í Vondugil, síðan upp á Brennisteinsöldu og endum hringleiðina í Laugum.
Þetta er afar skemmtileg leið, nokkuð brött á köflum, en gefur okkur gríðarlega gott og víðáttumikið útsýni yfir þetta stórkostlega svæði sem skartar einstakri litadýrð enda líparítfjöllin allt um kring ásamt hraunbreiðum, vötnum og jökulám. Útsýnið er til allra átta og algjörlega einstakt. Þetta er ganga sem allir fjallaunnendur ættu ekki að missa af. Eftir göngu er kjörið að skella sér í heitu böðin eða setjast niður í rólegheitum og njóta kyrrðarinnar í Landmannalaugum. Rúta ekur okkur svo í bæinn að göngu lokinni.
Gangan er um 18 km og um 8-9 klst. Uppsöfnuð hækkun er um 1150 m.
Hæð: 1120 m
Gönguvegalengd: 17 km
Göngutími: 8-9 klst
Gönguhækkun: frá 600 m upp í tæplega 1100 m hæð
Uppsöfnuð hækkun: 1150 m
Bröttför: Frá Grjóthálsi með rútu
Erfiðleikastig: 2-3
Verð: 33.000,- kr með rútu
Staðfestingargjald: 15.000,-kr
Ferð fullgreidd fyrir: 1. júlí 2024
kt: 531184-0849
0111-26-501696
Skilmálar vegna greiðslu fyrir göngur má hér