Grænihryggur 4. sept. 2021
Grænihryggur, Skalli, Laugar Þetta er óneitanlega ein fallegasta gönguleið landsins, í mögnuðu og ógleymanlegu landslagi. Leið A Gengið verður um Halldórsgil inn að Grænahrygg. Reikna má með 16-17 km göngu...
Grænihryggur, Skalli, Laugar Þetta er óneitanlega ein fallegasta gönguleið landsins, í mögnuðu og ógleymanlegu landslagi. Leið A Gengið verður um Halldórsgil inn að Grænahrygg. Reikna má með 16-17 km göngu...
Heilsuefling á fjöllum hefst þann 22.janúar 2022 og stendur til 25. júní. Við hefjum verkefnið á lægri og léttari göngum og tröppum okkur rólega upp í meiri hæð og lengd fram á sumar. Fararstjórar fremst og aftast sem halda utan um hópinn.Gengið verður alla fimmtudaga kl 18:00 upp að Steini frá 3.febrúar og fram til 31.mars. Einnig förum við á Helgafell í Hafnarfirði alla mánudaga í mars og fram til 11.apríl. Laugardagsgöngur verða samkvæmt dagsetningum hér að neðan. Farið verður með rútu bæði að Kattartjarnarleið og Löðmund og greitt er sérstaklega fyrir það þegar að því kemur. Þeir sem vilja geta gist i Eyjum, annars er ferjan tekin til baka. Þátttakendur greiða sjálfir fyrir rútuferðir, ferju og gistingu.
Snæfellsjökullinn er 1446 m hár. Ganga á jökulinn er frekar létt jöklaganga og við hæfi allara sem eru í almennt góðu gönguformi. Gönguhækkun fer eftir aðstæðum og eftir því hversu greiðfært er upp Kýrskarðið en stundum hefst gangan við Sönghellinn í tæplega 200 m hæð og þannig gæti gönguhækkun orðið um 1200 m. Gangan gæti tekið 6-8 klst, jafnvel meira og þannig 11-15 km löng. Þegar komið er upp á jökulröndina fer fólk í beltin, línur verða settar upp og þannig gengur fólk sem einn maður í línu alla leið upp undir stjórn línustjóra. Við munum halda hópnum eins þéttum og hægt er.